Rit Mógilsár - 2014, Síða 59

Rit Mógilsár - 2014, Síða 59
Rit Mógilsár 31/2014 59 Í öðrum tilvikum laga innlendu tegundirnar sig að nýjum nágrönnum, ýmist með breyttri hegðun, með náttúruvali eða hvoru tveggja. Sama á auðvitað jafnt við um aðlögun fram- andi tegunda að nýjum vaxtarstöðum og að þeim innlendu tegundum sem fyrir eru. Erfðafræðilegt náttúruval er samt sjaldan tekið til umræðu í umfjöllun um sam- neyti innlendra og innfluttra tegunda (Frid- ley & Sax 2014, Schlaepfer m.fl. 2011, 2012, Vellend m.fl. 2007), sem hlýtur að teljast alvar leg yfirsjón þar sem hin almenna regla – að þrýstingur umhverfis sé sá þáttur sem umfram annað leiðir til aðlögunar og mynd- unar nýrra tegunda – er alkunna í líffræði. Með því að skapa nýjan valþrýsting, jafnt á innlendar sem framandi tegundir, fá hinar nýlega aðfluttu tegundir tækifæri til þess að auka líffjölbreytni, ekki aðeins stað bundið, heldur líka á stærri landslagsheildum og jafnvel á hnattrænum skala. Þrátt fyrir að fáir vísindamenn hafi til þessa fundið hjá sér hvöt til þess að rannsaka þetta afl til eflingar líffjöl- breytni, fer stöðugt fjölgandi vísbendingum um að slíkt sé raunveruleiki sem taka þurfi með í reikninginn þegar könnuð eru áhrif framandi lífvera á vistkerfi einstakra staða eða jarðarinnar í heild (Davis 2009, Vellend m.fl. 2007). Eru búsvæði og vistkerfi innlendra tegunda orðin framandi? Það sem grefur enn frekar undan full- yrðingum um að framandi tegundir spilli almennt líffjölbreytni, er sú staðreynd að mörg búsvæði lífvera eru þegar orðin svo manngerð og (eða) eru að ganga í gegnum svo róttækar og stórfelldar breytingar, að „gamlar innlendar tegundir“ – sem aldrei þróuðust í umhverfi sem þær finna sig nú í – hafa orðið jafn „framandi“ á heimaslóðum sínum og þær lífverur sem komnar eru þangað nýlega um langan veg (Bartomeus m.fl. 2012). Það þarf því ekki að koma á óvart, þótt „frumbyggjar“ eigi í vök að verjast á landi sem nú er að miklum hluta þakið mannvirkjum og öðrum afleiðingum inngripa manna; borgum, bæjum, vegakerfi, bifreiðastæðum, landi með þéttbærum landbúnaði og flestu öðru því sem einkennir nútímalegt búsetu- landslag. Jafnvel þau búsvæði lífvera sem hafa til þessa verið talin tiltölulega ósnortin af áhrifum manna hafa að undanförnu verið að breytast með hraða sem á sér fá fordæmi í jarð sögunni (Chapin m.fl. 2002). Þessar umhverfis- breytingar leiða til þess að heimalendur margra innlendra tegunda verða stöðugt óvistlegri fyrir gömlu, innlendu tegundirnar og af sömu orsökum verða landamærin milli innlendra og framandi lífvera æ þokukenndari. Við þessar kringumstæður er auðveldlega hægt, en þó óverjandi, að draga þá ályktun að framandi lífverur hafi eingöngu flust til nýrra heimkynna með hjálp manns- handarinnar. Slík ályktun er hæpin, þar sem tegundir hefðu allt eins getað fært sig um set vegna t.d. loftslagsbreytinga. Auk þess þurfa að vera fyrir hendi vísindalega hlutlægari rök fyrir þeirri staðhæfingu, að landnám nýrrar tegundar með aðstoð manna sé með ein- hverjum hætti óæskilegri en ef sama land- nám hefði gerst með því að tegundin hefði flogið þangað sjálf, fræ hennar borist með fuglum, vindi eða hafstraumum og þar fram eftir götunum (Brown & Sax 2005). Að sjálfsögðu hljóta að vera til dæmi um að framandi tegund geti gert líf innlendrar teg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.