Rit Mógilsár - 2014, Side 61

Rit Mógilsár - 2014, Side 61
Rit Mógilsár 31/2014 61 var. En það er þá ekki spurning um að sjá á bak horfinni líffjölbreytni, heldur er fremur um að ræða smekk eða hvað einstakir menn kunna að kjósa fram yfir eitthvað annað. Hvað tekur langan tíma fyrir „vonda líffjölbreytni“ að verða „góð“? Síðasta vígi þess sem vill verja almenna kennisetningu um að framandi tegundir séu óhollar líffjölbreytni, er að greina á milli góðrar líffjölbreytni og vondrar líffjölbreytni. Vond líffjölbreytni er þá væntanlega sú líffjöl- breytni sem orðið hefur fyrir sögulegum inn rásum framandi lífvera. Þá væru fram- andi tegundir strikaðar út af tegundalistum í náttúru farsúttektum, sökum þess að þær „eiga ekki heima“, t.d. í fánu eða flóru Íslands – bara vegna þess að þær eru framandi (sbr. tillögu Patten & Erickson 2001 sem nefnd var að ofan). Þá getur viðurkenndum, „innlend- um“ tegundum ekki fjölgað nema með tegundamyndun út frá innlendum tegund- um. Slík hringrök má hugsanlega taka af alvöru. Með þessari nálgun – sem miðar að því að útiloka innflytjendur úr samfélagi góðrar líffjölbreytni – virðist greinarmunurinn sem gerður er byggjast á tveimur sértækum mistúlkunum á þróunarfræðinni: Önnur mistúlkunin er sú, að þróunarferli leiði til „fullkomnunar“ eða „bestunar“ (e. perfecting or optimizing). Það leiði til þess að innlendur íbúi sé fullkomnari en nokkur nýlega aðfluttur, þar sem sá síðarnefndi hefur ekki fengið tækifæri til að ná full- komnun með sama hætti og sá fyrrnefndi sem þróast hefur og lagað sig (með erfðaúr- vali) í margar kynslóðir eða þúsundir ára að aðstæðum á sama stað. En það er erfitt að sjá heila brú í þessari röksemdafærslu. Ef full- komnun er skilgreind sem „besta mögulega aðlögun að umhverfi“ er þessari kenningu kollvarpað með því einu að benda á að að- lögun lífveru að aðstæðum leiðir einungis til þess að lífveran verður „nógu góð“ til þess að lifa af og fjölga sér. Engin fræðileg rök né haldgóð dæmi úr raunveruleikanum leiða til þeirrar niðurstöðu að nýbúarnir geti ekki lifað af og fjölgað sér eins og gömlu ættirnar á staðnum (Sax m.fl. 2007). Hin mistúlkunin er að þróunarferli leiði til þess að hver lífvera finni sér ávallt heppilegasta staðinn til búsetu og fjölgunar. En líffræði- leg þróun á sér ekki stað með meðvitaðri og ígrundaðri hönnun og skipulagi, heldur með ómarkvissu fikti og fjölmörgum feilskotum. Eins og bandaríski þróunarfræðingurinn Ste- phen Jay Gould ritaði (1998 ): „... lífverur (og búsvæði þeirra) eru afurð sögunnar og sú saga er krydduð með glundroða, tilviljun- um og algjörri slembilukku...“. Saga lífveru- tegunda, hvernig þær raða sér tímabundið saman í samfélög sem síðan splundrast, og staðirnir þar sem þetta stöðuga ferli endur- blöndunar (e. remix) verður, getur ekki talist 3 „Organisms do not necessarily, or even generally, inhabit the geographic area best suited to their attributes. Since organisms (and their areas of habitation) are products of a history laced with chaos, contingency, and genuine ran- domness, current patterns ... will rarely express anything close to an optimum, or even a “best possible on this earth now” - whereas the earlier notion of natural theology, with direct creation of best solutions, and no appreciable his- tory thereafter (or ever), could have validated an idea of native as best. Consequently, although native plants must be adequate for their environments, evolutionary theory grants us no license for viewing them as the best-adapted inhabitants conceivable, or even as the best available among all species on the planet.“ (Gould, 1998, bls. 7)

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.