Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 69

Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 69
Rit Mógilsár 31/2014 69 Sveppir og sveppanytjar á Íslandi Inngangur Sveppir eru smásæjar lífverur sem oftast mynda víðfeðmt net sveppþráða (mýsli) þar sem þeir vaxa. Til dæmis eru hundruð metra af sveppþráðum undir hverju spori sem við stígum á grónum skógarjarðvegi. Flestir sveppir vaxa í jarðvegi, en það má segja að þeir vaxi alls staðar þar sem lífrænt efni er að finna. Þrátt fyrir að sveppir minni um margt á plöntur, þá eru þeir erfðafræðilega skyldari dýraríkinu en plönturíkinu (Baldauf & Palmeer 1993). Ólíkt plöntum eru sveppir ekki frumbjarga. Það er, að þeir geta ekki tillífað með hjálp sólarljóssins, heldur eru þeir háðir því að hafa aðgang að lífrænu efni sem þeir brjóta niður sér til viðurværis. Þeir hafa oft verið nefndir „hakkavélar vistkerfisins“, og ef þeirra nyti ekki við væri landið þakið þykku lagi af órotnuðum plöntuleifum. Alls hafa fundist um 2000 tegundir sveppa á Íslandi (Helgi Hallgrímsson 2010), en flestar þessar tegundir flokkast til smásveppa (Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2004). Hluti sveppategundanna myndar hatta, sem eru fjölgunarlíffæri og dreifa svepp gróum út í loftið svo að sveppþræðirnir geti numið land á nýjum svæðum (1. mynd). Svepphattarnir vaxa upp úr jarðvegi eða því efni sem sveppirnir vaxa í. Þessar tegundir köllum við hattsveppi. Af þessari gerð sveppa finnast um 700 tegundir á Íslandi (Helgi Hallgrímsson 2010). Það eru fyrst og fremst hattsveppir sem eru nytjasveppir, bæði til átu og til litunar. Það eru hattarnir sem við tínum til átu. Með því að tína hattana erum við ekki að fjarlægja lífverurnar sjálfar, heldur erum við að taka fjölgunarlíffæri sveppanna, líkt og þegar við tínum ber af bláberjalyngi. Sveppi er því engin hætta búin þó að við tínum hattana; sjálfur sveppurinn lifir áfram í jarðveginum. Að tína sveppi er því eins og að tína ber. Markmiðið með þessu erindi var að gefa stutt yfirlit um mögulegar sveppanytjar á Íslandi og jafnframt að taka saman tölur um inn- flutning og veltu fyrirtækja sem versla með ferska og þurrkaða sveppi hérlendis. Ætir sveppir á Íslandi Af þeim 700 tegundum hattsveppa sem finnast hérlendis eru um 13% ætar, eða í kringum 90 sveppategundir. Það þýðir með öðrum orðum að ef einhver tínir svepphatta sem hann þekkir ekki, þá eru tæplega 90% Bjarni Diðrik Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands bjarni@lbhi.is 1. mynd. Dæmigerður hattsveppur. Berserkjasveppur (Amanita muscaria) myndar svepprætur með birki, fjalldrapa og greni. Þetta er einn þekktasti eitur- sveppur heims. (Ljósm. BDS).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.