Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 74

Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 74
74 Rit Mógilsár 31/2014 þó almennt sýnt fram á neikvæð áhrif á þétt leika lágplantna en jákvæð áhrif á vöxt háplantna og þéttleika runna. Jarðvegur á víðfeðmum grónum svæðum á Reykjum í Ölfusi tók að hitna vegna breytinga í jarðhitakerfum í kjölfar Suðurlandsskjálftans 29. maí árið 2008 (Thoen o.fl., 2014). Þessar jarðhitabreytingar veita einstök tækifæri til rannsókna á sviði jarðhitavistkerfa og lofts- lagsbreytinga. Til að rannsaka áhrif þessara jarðvegshitabreytinga á mismunandi þætti vistkerfa skóglendis og graslendis var stofnað til verkefnisins FORHOT (Natural soil warm- ing in natural grasslands and a Sitka spruce forest in Iceland) (FORHOT, 2012). Hér verður fjallað um einn þátt M.Sc.- lokaverkefnis í náttúru- og umhverfisfræði við LbhÍ þar sem áhrif mishás jarðvegshita á gróðurfar skóglendis og graslendis voru rannsökuð. Markmið verkefnisins var að rannsaka hvernig breytingar á jarðvegshita hafa áhrif á gróðurfar tveggja ólíkra vistkerfa; skóglendis og graslendis. Efni og aðferðir Rannsóknin fór fram á landi Land- búnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi. Vistkerfin sem voru rannsökuð voru gras- lendi og skóglendi við rætur Reykjafjalls. Rannsóknin í skóglendinu var gerð í um 47 ára gömlum ógrisjuðum sitkagreniskógi (Thoen o.fl., 2014). Umhverfis skóginn er blómlendi áberandi þar sem brennisóley (Ranunculus acris) og blágresi (Geranium sylvaticum) eru einkennandi. Þá eru língresi (Agrostis spp.) algengastu grösin. Skjólsælt er í graslendinu sem er umlukið sitkagreni-, furu- og birkilundum. Helstu tegundir í gras- lendinu eru língresi, vinglar (Festuca spp.), sveifgrös (Poa spp.), vallelfting (Equisetum pratense) og brennisóley. Bæði vistkerfin snúa á móti vestri. Næsta og sambærilegasta veðurathugunar- stöð Veðurstofu Íslands (2014) er á Eyrar- bakka, 9 km suðaustan við Reykjafjall. Meðal- árshiti á Eyrarbakka árin 1961 til 2012 var 4,4°C (5,3°C árið 2012) og meðalársúrkoma 1.419 mm (1.405 mm árið 2012) (Veðurstofa Íslands, 2014). Rannsóknin var gerð í ágúst 2012. Gögnum var safnað á fjórum stórsniðum og ellefu hitabilum í hvoru vistkerfi fyrir sig. Ýmsar mælingar hafa farið fram á þessum sömu sniðum innan FORHOT-verkefnisins. Einu hitabili var bætt við í skóglendi fyrir þennan verkþátt þar sem engar aðrar mælingar hafa verið gerðar, þ.e. á allra heitasta svæðinu í skóglendinu (F11). Átta smáreitir (100x33 cm) voru mældir á hverju hitabili, tveir við hvert stórsnið. Notast var við Braun-Blanquet þekjukvarða, lítt breyttan (Braun-Blanquet, 1965). Heildarþekja gróðurs, lágplantna og háplantna var metin með sjónmati og tegundir háplantna og mosa greindar. Aðrir mældir þættir voru hæð gróðurs, jarðvegs- dýpt, jarðvegshiti og hlutfallsleg birta (PAR) innan skógar í samanburði við birtu utan skógar. Niðurstöður Alls fannst 41 plöntutegund í skóglendinu, þar af 31 háplanta og 10 lágplöntur. Í gras- lendinu fundust 32 plöntutegundir, þar af 26 háplöntur og 6 lágplöntur. Fjöldi plöntu- tegunda jókst með auknum jarðvegshita og birtu í skóglendi en minnkaði með auknum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.