Rit Mógilsár - 2014, Side 84

Rit Mógilsár - 2014, Side 84
84 Rit Mógilsár 31/2014 Úrkomumælingar sumarið 2013 Júnímánuður var þurr norðaustanlands sumarið 2013. Úrkoma á Akureyri mældist aðeins fjórðungur af því sem búast má við í meðalári (Veðurstofa Íslands, 2014) en júlí- og ágústmánuðir voru nær meðaltali í úrkomu. Heildarúrkomumagn mælt á veðurstöðvum nálægt tilraunastöðunum var svipað (3. mynd). Tölur inni í súlum sýna heildarúrkomu í hverjum mánuði. Tala fyrir ofan hvern stað sýnir heildarúrkomu á staðnum yfir sumar- mánuðina. Tölfræðiúrvinnsla Forritið SAS 9.1 (SAS Institute Inc.) var notað við tölfræðiúrvinnslu. Einþátta fervikagrein- ing var notuð til þess að athuga hvort mark- tækur munur væri milli meðferða. Ef mark- tækur munur reyndist á milli meðferða voru þær síðan bornar saman með Fisher’s Least Significant Difference prófi (LSD test). Munur meðaltala var metinn sem marktækur ef P<0.05. Niðurstöður Haustið 2012 kom í ljós að það gaf marktækt betri raun fyrir ársvöxt lerkis að gefa 20 ml af 4. mynd. Ársvöxtur (±SE) rússalerkis á rýrum mel á Espihóli sumarið 2012. Mismunandi stafir fyrir ofan súlur tákna marktækan mun milli meðferða. 5. mynd. Ársvöxtur (±SE) rússalerkis á rýrum mel á Espihóli sumarið 2013. Mismunandi stafir fyrir ofan súlur tákna marktækan mun milli meðferða. 6. mynd. Ársvöxtur (±SE) rússalerkis í mólendi á Stóru-Hámundarstöðum sumarið 2013. Mismunandi stafir fyrir ofan súlur tákna marktækan mun milli meðferða. 3. mynd. Úkoma (mm) á þremur veðurstöðvum í Eyjafirði (Veðurstofa Íslands, 2014).

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.