Rit Mógilsár - 2014, Side 89

Rit Mógilsár - 2014, Side 89
Rit Mógilsár 31/2014 89 fjórum (ekki lifðu alltaf öll fjögur) þegar mæld hafði verið hæð trjáa og þvermál stofns í 50 cm hæð og reiknaður lífmassi ofanjarðar. Spájafna fyrir heildarlífmassa ofanjarðar hjá ungum öspum, sem byggð er á þvermálsmælingu stofns í 50 cm hæð, var notuð til þess að meta lífmassann í þessu tilfelli (Jón Ágúst Jónsson, 2007). Rétt er að taka fram að ekki voru allir vaxtar- mestu klónarnir gallalausir. Til dæmis hafði toppbrum einhverra trjáa laskast og hafa þá hliðargreinar náð forskoti á toppinn. En þó finnast klónar þar sem öll fjögur trén eru ógölluð að þessu leyti. Umræður Þar sem niðurstöðurnar byggjast aðeins á einum einstaklingi eru þær ekki marktækar með tilliti til samanburðar á milli klóna, þótt þær gefi vísbendingu. Athyglisvert er hlutfallið á milli lífmassa og hæðar sem endurspeglast í vaxtarlaginu. Á meðan rúmt er um trén er þessi breytileiki áberandi. Tré sem hefur mikinn lífmassa í samanburði við hæð er væntanlega annað hvort mjög greina mikið eða ekki mjög beinvaxið og hvort tveggja er eiginleiki sem ekki er eftir- sóttur ef nýta á viðinn í timbur. Breytileikinn er í sjálfum sér verðmætur vegna þess að ólíkir einstaklingar henta til mismunandi notkunar, en vegna þess að nú er viðarmassi, en ekki timbur, mikilvægasti markaðurinn fyrir alaskaösp þá er hröð söfnun viðar í stofninn mjög verðmætur eiginleiki. Þótt allir þessir klónar hafi verið gróðursettir 2009 voru Y-klónarnir (Þrándarholt) ári eldri en hinir númeraklónarnir. Þeim var safnað vorið 2008 og voru því eins árs gamlir og með betra rótarkerfi en þær plöntur sem stungið var sem græðlingum í gróðurhúsi vorið 2009 og plantað nokkrum vikum síðar. Óvíst er hve mikið forskot Y-klónanna var vegna þessa. Gagnlegt að skoða einstaka klóna í saman- burði við ´Iðunni´, sem er vel þekktur klónn og aðaltréð í núverandi asparskógum á Suðurlandi. Ályktanir Að meðaltali inniheldur hvert af þeim trjám þessara tíu klóna sem best hefur vaxið 3 kg af þurrefni ofanjarðar. Síðustu tvö árin hafa þau bætt á sig tæplega 1 kg af þurrefni á ári. Áberandi betri vöxtur er hjá mörgum af nýju klónunum en hjá eldri klónum í safn- inu. Þessi munur er svo sláandi að erfitt er að reikna með að hann stafi af tilviljun. Þetta gefur vonir um að kynbæturnar séu að bera árangur. Úr þessu fæst þó ekki endanlega skorið nema með tölfræðilega marktækum samanburðartilraunum. Þær tilraunir verða staðsettar víða um land og gefa þá bæði upp lýsingar um bestu klóna fyrir viðkomandi svæði og um hámarks vaxtargetu alaska- aspar á þeim svæðum.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.