Rit Mógilsár - 2014, Síða 92

Rit Mógilsár - 2014, Síða 92
92 Rit Mógilsár 31/2014 Niðurstöður Fréttir af ávaxtatrjám voru mjög fáar á 19. öld og á framan- verðri 20. öld, en í kjölfarið á hlýinda- skeiði sem hófst upp úr 1920 fjölg aði slíkum fréttum mikið (1. mynd). Á 4., 5. og 6. áratug síðustu aldar fór ársmeðalhiti að jafnaði yfir 4°C þar til upp úr 1960 þegar kólnaði verulega aftur (1. mynd). Fréttir af ræktun ávaxtatrjáa voru flestar á 5. áratug síðustu aldar þegar ársmeðalhiti var hár en þeim fór fækkandi þegar kólna fór í veðri. Samband meðalárshita áratuganna frá 1831 til 2000 og frétta af ávaxtatrjám var mark- tækt (r=0.63; P=0,006; n=17). Eplatré Marktækur munur var á hæð eplayrkja í til- raun GÍ haustið 2012 (P=0,001; ft=28). Hæstu yrkin voru Förlovingsappel og Konfetnoje en lægsta yrkið var Ranto-Aho-Delikatess. Enginn marktækur munur var í lifun eða tíðni kals á milli yrkjanna. Marktækur munur kom hins vegar fram á vexti og þrifum eplayrkja eftir staðsetningu vaxtarstaða í tilrauninni. Hæð eplayrkja haustið 2012 lækkaði með aukinni norðlægri breidd (r=-0,46; P=0,001; n=139) og tíðni kals jókst einnig með aukinni norðlægri breidd (r=0,18; P=0,02; n=168). Hæð yrkja lækkaði einnig (r=-0,29; P<0,001; n=139), tíðni kals jókst (r=0,22; P=0,004; n=168) og lifun minnkaði (r=-0,16; P=0,023; n=198) með aukinni vestlægri lengd. Hins vegar jókst hæð plantna við aukna hæð yfir sjávarmáli á vaxtarstaðnum (r=0,46; P<0,001; n=139). Perutré Ekki var marktækur breytileiki milli peruyrkja í tilraun GÍ, hvorki á hæð, tíðni kals né lifun. Varðandi mun á þrifum eftir legu vaxtarstaða þá var fylgni hæðar trjánna og norðlægrar legu þeirra marktæk, en trén lækkuðu eftir því sem norðar dró (r=-0,65; P=0,004: n=18). Plómutré Marktækur munur var í lifun milli plómuyrkja (P=0,01; ft=6), en enginn marktækur munur var á hæð eða tíðni kals milli yrkjanna. Yrkin með bestu lifunina voru Smedman og Sinikka en yrkið með lélegasta lifun var Onega gul. Þá var fylgni hæðar trjánna og norðlægrar legu þeirra marktæk, en trén lækkuðu eftir því sem norðar dró (r=-0,55; P=0,003; n=27). Kirsuberjatré Enginn marktækur breytileiki var milli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.