Rit Mógilsár - 2014, Page 93

Rit Mógilsár - 2014, Page 93
Rit Mógilsár 31/2014 93 yrkjanna á lifun, tíðni kals eða hæð þeirra. Varðandi mun á þrifum eftir legu vaxtarstaða, þá var fylgni hæðar trjánna og norðlægrar legu þeirra marktæk, en trén lækkuðu eftir því sem norðar dró (r= 0,71; P<0,001; n=25). Trén hækkuðu hins vegar með aukinni hæð yfir sjó (r=0,41: P=0,04: n=25). Breytileiki milli tegunda Marktækur breytileiki var á hæð trjáa eftir teg undum (P=0,004; ft=3). Eplatrén og plómu trén voru marktækt hærri en perutrén. Breytileiki eftir landshlutum Marktækur munur var á hæð plantna eftir landshlutum (P<0,001; ft=3). Plöntur voru hærri á Suður- og Suðvesturlandi en á Vestur- og Norðurlandi. Marktækur munur var í lifun tegunda eftir landsvæðum (P=0,007; ft=3). Lifun var betri á Suðurlandi og á Norðurlandi en á Vesturlandi. Umræður Þegar skoðaðar eru fréttir af ávaxtatrjám og veðurfari á síðustu öld er greinilegt að hitafar hefur mikil áhrif á ræktun ávaxtatrjáa. Ávaxta- tré gera vissar hitakröfur sem eru sjaldan til staðar hér á landi. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands nær hitasumma hér á landi aldrei yfir 1.000 daggráður, sem er lág- marks hitakrafa ávaxtatrjáa. Reyndar eru þær mælingar gerðar í tveggja metra hæð en ekki í skjólgóðum görðum þar sem megnið af ávaxtaræktun fer fram (Ólafur S. Njálsson, 2011). Nokkuð góð lifun var í flestum yrkjum ávaxta- trjánna í tilraunaverkefni Garðyrkjufélagsins. Mikið var um kal hjá öllum yrkjum en ekki mældist munur á milli tegunda. Eplatrén og plómutrén voru hærri en perutrén. Það skýrist sennilega af þörf perutrjáa fyrir hærra hitastig (Blomqvist, 2010) Að álykta hver af þessum yrkjum henti best til ræktunar hér á landi er ekki auðvelt, þar sem mjög takmarkaðar upplýsingar voru í gagna- grunninum. Einnig þarf lengri tíma en tvö sumur og einn vetur til að skera úr um lifun, vöxt og þrif yrkjanna hérlendis. Ávaxtatré byrja að blómstra þriggja til fimm ára gömul og því er ekki komin reynsla á aldinmyndun þessara trjáa þegar úttektin fór fram. Eitt eplayrki kemur oft við sögu í ræktun ávaxtatrjáa hérlendis, en það heitir ´Sävsta- holm‘. Sæmundur Guðmundsson hefur ræktað það á Hellu frá 1994. Það var einnig gróðursett 1951 í Múlakoti og á Akureyri 1956 hjá Gesti Ólafssyni. Valgerður Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, framleiddi ávaxtatré upp úr 1998 á Akureyri og var með yrkið ´Sävstaholm‘ til sölu. Ólafur Njálsson í Nátthaga mælir einnig með því (Ólafur S. Njálsson, 2011).

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.