Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 233 Ritrýnd grein / Peer reviewed 11–33% æðplöntuþekju þegar vökt- unin hófst árið 1965 og hafa þróast þannig að fjallavíðir hefur orðið þar ríkjandi tegund, þó á mismunandi tíma eftir reitum. Reitur K3 var lagður út í kringum litla fjallavíðiplöntu árið 1965 (3. mynd d). Hún breiddist hratt út um reitinn og strax við þriðju úttekt árið 1971 þakti fjallavíðir allan reitinn (>75,1%). Æðplöntutegundir voru 4–6 í reitnum á fyrstu árunum en frá árinu 1979, þegar víðirinn var orðinn þéttur í reitnum, hafa tegundirnar verið 1–2 (8. mynd a). Víðirinn varð algjörlega ríkj- andi og fjölbreytileikastuðlarnir hafa því frá 1979 verið í lægstu mögulegu gildum (nálægt 0 fyrir Shannon H og 1 fyrir 1/Simpson D; 8. mynd e. og f ). Aðeins örlaði á mosum fyrst eftir að fjallavíðirinn þakti reitinn en þeir hurfu eftir 1980 og fléttur hafa aldrei numið land undir fjallavíðinum í K3 (8. mynd f og 9. mynd a). Hinir reitirnir í þriðja hópnum í Káraskeri urðu fljótt tegunda- ríkir og varð þekja æðplantna þar mikil en þó mun fyrr í K8, þar sem saman- lögð gróðurþekja æðplantna var orðin >75,1% 1974 við 40 ára aldur, en K7 þar sem það gerðist ekki fyrr en 2016. Þessir reitir höfðu hæstu fjölbreytileikastuðla af öllum reitum í vöktuninni (9. mynd b og c). Fjallavíðir fannst fyrst í báðum þessum reitum árið 2005 (9. mynd b). Árið 2010 hafði hann náð fullri þekju í K8 og árið 2016 í K7 (gögn ekki sýnd; 8. mynd c). Fjölbreytileikastuðlar í báðum reitum voru þó byrjaðir að lækka strax á árabilinu 1979–1988 (8. mynd b og c) en ekki tegundafjöldi æðplantna, sem bendir til aukinnar samkeppni. Þegar fjallavíðirinn tók yfir í reitum K7 og K8 minnkaði mosaþekjan úr 44–59% milli 1985–1997 niður í 19–25% að jafnaði milli 2005–2016 (8. mynd e) og fléttur sem aðeins fór að bera á í K7 hurfu árið 2016 þegar fjallavíðir- inn náði fullri þekju (8. mynd f ). Þarna fylgdu K7 og K8 því sama framvindu- ferli og varð í fjallavíðireitnum K3 í byrjun vöktunarinnar. Breytingar á tegundasamsetningu Hnitunargreining (PCA) tíu reita í Bræðraskeri og sjö í Káraskeri (10. mynd) sýnir að þeir fylgdu að mestu leyti sama framvinduferlinu. Því nær hver öðrum sem punktar á slíku grafi eru, þeim mun líkari er tegundasam- setning reitanna. Í Bræðraskeri færð- ust allir reitirnir til hægri á 1. PCA-ás og enduðu árið 2016 ekki mjög langt hver frá öðrum (10. mynd). Þessi grein- ing styrkir niðurstöður um ákveðinn tröppugang sem varð í framvindunni í Bræðraskeri, eins og sýnt var á 5. mynd. Allir reitirnir í Bræðraskeri færðust eftir svipuðu framvinduferli sem lá upp eftir 2. PCA-ás og breytingarnar voru tiltölulega litlar á milli úttekta, til 1997 í reitum B1, B2, B5 og B6 og til 2005 í öllum öðrum reitum. Eftir það breyttist tegundasamsetningin hratt í Bræðraskeri og allir reitirnir færðust til hægri á 1. PCA-ás og niður á 2. PCA-ás (10. mynd), sem rímar vel við nýja land- námsfasann sem þá varð (9. mynd a). Þegar hnitunargreining Káraskers er borin saman við greiningu Bræðraskers kemur ýmislegt athyglisvert í ljós (10. mynd). Í fyrsta lagi sést vel að reitirnir sem valdir voru í Káraskeri árið 1965 til vöktunarinnar (svartir hringir; þá 29 árum eftir að skerið kom upp úr jökli) voru mun ólíkari innbyrðis í framvindu- stigi en reitirnir í Bræðraskeri þegar þeir náðu sama aldri (dökkbláir hringir; um 1985) en þó voru allir Káraskersreitirnir á svipuðum slóðum árið 1965 í PCA- greiningunni (svartir hringir) og fram- vindan í Bræðraskeri fyrstu 37–50 árin. Þessi greining styrkir því þá ályktun að nota megi skerin saman til að skoða alls 80 ára sögu gróðurframvindu. Framvinduferlið í K5 skar sig nokkuð úr og hafði breyst tiltölulega lítið á milli 29. og 80. aldursárs (1965–2016). Reiturinn var á svipuðum slóðum 2016 og 30 árum yngri reitir í Bræðraskeri voru þegar vöktunin hófst þar 1965 (10. mynd). Gróðurframvindan hefur því af einhverjum ástæðum ekki náð sér á strik í reit K5 (6. mynd c, d, e og f ). Greinilegt er að tegundasamsetning í reitum í Káraskeri (nema K5) hafði að jafnaði breyst meira á þeim 80 árum frá því að skerið kom upp úr jökli en gerð- ist í Bræðraskeri á 56 árum (10. mynd). Allir reitirnir nema K3 og K5 hafa færst lengra til hægri á 1. PCA-ásnum. Þeir reitir sem breyst hafa mest eru fjallavíði- reitirnir K7 og K8 (9. mynd b og c) og þeir eru að lokum komnir neðst á PCA- grafið og byrjaðir að stefna til vinstri í átt að K3 (9. mynd a), sem vaxinn var fjallavíði þegar hann var valinn 1965 (3. mynd d). Það var væntanlega ástæðan fyrir því að K3 skar sig úr. Fjallavíðir- inn náði svo fljótt að verða ríkjandi í K3 að hann færðist strax niður á 2. PCA- ás og til vinstri á 1. PCA-ásnum. Hinir reitirnir eru mislangt komnir á þessari hringferð, sem væntanlega má miða við í spá um hvernig allir þeir reitir sem ná að viðhalda gróðurþekju þróast, það er að segja í átt að runnavöxnu mólendi. Undantekningin er K5, sem eins og áður sagði byrjaði að færast til hægri á PCA-grafinu, en sneri síðan við aftur. Hann er dæmi um reit þar sem gróður- 9. mynd. Myndir af þremur reitum í Káraskeri þar sem fjallavíðir varð ríkjandi. a) K3 árið 2005, b) K7 árið 2005 þegar fjallavíðir var að byrja að nema land – hann þakti allan reitinn 11 árum síðar, c) K8 árið 2016. – Photographs of the plots a) K3 in 2005, b) K7 in 2005 when Salix arctica had colonized, but it had covered the whole plot 11 years later, c) K8 in 2016. Ljósm./Photos: a, c) Starri Heiðmarsson 20.7. 2005, 10.8. 2016; b) Bjarni D. Sigurðsson; 20/7 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.