Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 14
Náttúrufræðingurinn 234 Ritrýnd grein / Peer reviewed 1. ás / Comp. 1 (21,0%) 2. á s / C o m p . 2 (1 8, 4% ) Omalotheca supina Phleum alpinum Engin ríkjandi / No dominant – Þekja / Cover Salix arctica – Þekja / Cover 2016 -10 -5 -5 0 0 5 5 10 10 K8 K1 K2 K4 B2 B4 B1B8 B3 B7 K5 B5 B10 B6 B9 K7 K3 ? framvinda hefur ekki komist af stað og er núna að færast aftur í átt að rýrara upphafsástandi í tegundasamsetningu (10. mynd). Gróðurfar reitanna árið 2016 (11. mynd) var sett í aðra hnitunargrein- ingu. Sú greining styrkir fyrrnefnda túlkun framvinduferlisins. Allir reitirnir í Bræðraskeri raðast saman á PCA-graf- inu, ásamt K5, og hafa svipaða tegunda- samsetningu. Fjallavíðireitirnir K3, K7 og K8 raðast yst til vinstri á grafinu, en K1, K2 og K4 raðast langt frá þeim öllum. Þegar gróðurfarið í þeim þremur reitum er skoðað nánar eiga þeir það sameiginlegt að vera tegundaríkir en hafa eina eða tvær ríkjandi æðplöntu- tegundir í gróðurþekjunni. K1 með grámullu, K4 með fjallafoxgras og K2 báðar þessar tegundir með sömu þekju (gögn ekki sýnd; 12. mynd). Breytingar á jarðvegi með gróðurframvindu Styrkur heildarköfnunarefnis (N) í efstu 5–7 cm jarðvegs var mjög lítill í jökulskerjunum, 0,03% af þunga þurr- efnis fínjarðar (efni <2 mm), en að jafn- aði var hann þó um 4,6 sinnum hærri í Káraskeri en Bræðraskeri. Þau voru 50 og 74 ára gömul þegar sýnatakan fór fram (13. mynd a). Jarðvegssýni úr 5–10 ára gömlum reitum í Skálabjörgum í Esjufjöllum í Breiðamerkurjökli voru höfð til samanburðar, og höfðu þau að jafnaði lægstan N-styrk. Hlutfallsleg aukning í Káraskeri miðað við Skála- björg var 12-föld. Samband meðalgróð- urþekju í öllum reitum á öllum þremur stöðunum og uppsafnaðs N í jarðveg- inum var hámarktækt (P<0,001) og með fylgnistuðul upp á 0,87 (13. mynd d). C/N-hlutfall í jarðvegi breyttist minna á milli skerjanna en N (13. mynd a og b), en að jafnaði varð 27% og 110% hækkun á C/N-hlutfalli jarð- vegs í Káraskeri miðað við Bræðrasker og ungu reitina í Skálabjörgum (13. mynd b). Samband meðalgróðurþekju og C/N-hlutfalls í jarðvegi var einnig hámarktækt, með fylgnistuðulinn 0,85 (13. mynd e). Sýrustig jarðvegs lækk- aði marktækt með aldri skerjanna og var að jafnaði 7,9 í 5–10 ára gömlum reitum í Skálabjörgum, 6,2 í 50 ára reitum í Bræðraskeri og 5,7 í 74 ára reitum í Káraskeri (13. mynd c). Einnig hafði sýrustig hámarktæka fylgni við meðalgróðurþekju í reitunum og var með fylgnistuðulinn 0,84 (13. mynd f ). Þess má geta að sá Káraskersreiturinn, K5, raðast alltaf næst Bræðraskers- reitunum í jarðvegsþáttum (13. mynd d, e og f ). 10. mynd. Hnitunargreining (PCA) á breytingum í tegundasamsetningu æðplantna, mosa og fléttna í Bræðraskeri (reitir B1–B10) og Káraskeri (reitir K1–K7) í Breiðamerkurjökli á árabilinu 1965 til 2016. Bæði gröfin eru niðurstöður sömu PCA–keyrslu og eru því samanburðarhæf. – Principal Component Analysis of changes in species composition of vascular plants, mosses and lichens on the nunataks of Bræðrasker (plots B1–B10) and Kárasker (plots K1–K7) in the Breiðamerkurjökull glacier during 1965 to 2016. Both graphs are derived from the same PCA-analysis and therefore directly comparable. 11. mynd. Hnitunargreining (PCA) á gróðursamfélögum í Bræðraskeri (reitir B1–B10) og Káraskeri (reitir K1–K8) í Breiða- merkurjökli árið 2016, 56 og 80 árum frá því að skerin komu upp úr jökli. Örvarnar sýna tilgátu um hvernig reitirnir í Káraskeri hafa færst í hnitunarrýminu frá sambærilegu framvindustigi og í Bræðraskeri árið 2016 og þangað sem þeir voru komnir sumarið 2016. – Principal Component Analysis of the species compos- ition and cover of vascular plants, mosses and lichens on the nunataks of Bræðrasker (plots B1–B10) and Kárasker (plots K1– K7) in the Breiðamerkurjökull glacier in 2016, 56 and 80 years after the nunataks appeared from the glacier. The arrows show our proposal of how the Kárasker plots have developed from an earlier successional stage similar to where the Bræðrasker plots were at in 2016. Bræðrasker 1965/70 1976 1985 1997 2005 2010 2016 10 5 0 -5 -10 10 5 0 -5 -10 -10 -5 0 5 10 15 Kárasker 2. á s / C o m p . 2 (1 3, 2% ) 1. ás / Comp. 1 (21,6%)

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.