Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 28
Náttúrufræðingurinn 248 lög fundust í jarðvegssniðunum og mjög lítil ummerki eftir hrun úr björgunum, einungis fáeinir smásteinar. Fátt er hægt að fullyrða um Herj- ólfshaug þar sem hann er horfinn fyrir löngu vegna efnistöku og umsvifa í dalnum. Urðin hljóp úr hlíðum Dal- fjalls og niður á Helgafellshraun. Sam- kvæmt gömlum lýsingum gæti hún hafa verið um 60.000 m3. Sagnir eru um að urðarhaugurinn hafi myndast í skriðu- hlaupi á sögulegum tíma. Um sann- leiksgildi þeirra verður ekkert fullyrt en gamlar lýsingar á gróðri og jarðvegi í haugnum benda þó til þess að hann hafi verið yngri en Mykitakshlaupið. ENGLISH SUMMARY: The Herjólfshaugur and Mykitaks- grjót rock slides/fall. Tvo rock slides in the Heimaey island, in the Vest- mannaeyjar archipelago, S-Iceland. According to the Book of Settlement Herjólfur Bárðarson was the first Norse- man to settle down in the Vestmannaey- jar Islands. He built his farm in the Her- jólfsdalur valley, a small valley in the Heimaey island, the main island of the Vestmannaeyjar archipelago. Heimaey is a young volcanic island that was cre- ated 6000 years ago in an eruption that joined into one several pre-existing cliffs or islands to the north and south. It started as an explosive submarine eruption that formed a crater island. Then the eruption mode changed and it became an effusive event producing lava, forming the volcanic lava cone the Helgafell Mountain. At the same time Herjólfsdalur was formed when the lava flow filled a small inlet between the hyaloclastite formations the Háin and the Dalfjall cliffs and turned it into a valley as it is today. In Herjólfsdalur there are evidences of two rock slides called Mykitaks- grjót and Herjólfshaugur. Mykitaksgrjót is the larger one around 500.000 m3 in volume. The rock debris originate in the near vertical slopes of Háin and have collapsed onto the nearly horizontal Helgafell lava forming a thick deposits of debris with grain size varying from fine silt to large rocks (clasts). Later thin layers of soil covered the rock slide deposit. Using tephrochronology the age of the rock fall debris is 1250 years, so it fell around AD 750. The only per- manently flowing spring of Heimaey was connected to Mykitakshlaup. The rock fall debris was the aquifer behind the spring. It served as the most impor- tant drinking water well in the island for ages. Now it has been destroyed. Herjólfshaugur is the smaller slide. It was a heap of rocks originated in the slopes of the Dalfjall Mountain. It was around 60.000 m3 in volume according to old descriptions. It has now disap- peared after excavation of material due to mining. According to old descriptions it seems younger than Mykitaksgrjót. Herjólfur og Vilborg13 Sagan segir að í fyrndinni hafi maður nokkur að nafni Herjólfur búið í dal þeim á Vestmannaeyjum sem síðan er nefndur Herjólfsdalur. Er dalur sá á þrjá vegu umkringdur háum fjöllum og veit hann móti haflandsuðri, vestan til á Heimaeyju, sem svo er kölluð; bær Herjólfs stóð í dalnum vestanverðum undir háu og snarbröttu hamrafjalli. Hann var sá eini af eyjarbúum er hafði gott vatnsból nærri bæ sínum og komu því margir þangað til að beiðast vatns, en hann vildi engum unna vatns nema við verði. Sagt er að Herjólfur hafi átt dóttur eina sem Vilborg hét, og var hún að skapferli ólík föður sínum og þótti henni hann harðdrægur er hann seldi nábúum sínum vatnið. Stalst hún því til þess oft á nóttum þegar karl ei af vissi að gefa mönnum vatn. Einhverju sinni bar svo við að Vilborg sat úti nálægt bænum og var að gjöra sér skó. Kom þá hrafn til hennar og tók annan skóinn og fór burtu með hann. Henni þótti fyrir að missa skó sinn, stóð upp og fór á eftir hrafninum, en er hún var komin spölkorn frá bænum féll skriða undra mikil niður úr fjallinu og yfir bæ Herjólfs sem þá var í bænum og varð undir skriðunni. En Vilborg átti hrafninum líf sitt að þakka; en það sem til þessa bar var það að hún margsinnis hafði vikið hröfnum góðu, og voru þeir því orðnir henni svo handgengnir. ... Í Herjólfsdal við ofanverða grjóthrúg- una sem féll á bæinn er enn tær vatnslind sem aldrei þrýtur þó alstaðar annarstaðar verði vatnsskortur. … Lindin20 Millum Háarinnar og Dalfjalls … kemur kriki eður dalverpi, nefndur Herjólfsdalur, hvar Herjólfur … reisti bústað sinn í landnámstíð, en skriða skyldi síðan hafa fallið yfir bæinn úr Dalfjalli, sem enn nú er þar fyrir sjónum, í feikistórri dyngju … Skammt eitt frá dyngjunni sprettur fram fögur vatnslind (uppspretta rennandi), hlaðin til beggja hliða og yfir um reft með stórum blágrýt- issteinum, með þykku grasþaki frá fornöld bersýnilega. (Það er í almæli, að Herjólfur hafi það gera látið). Hálf- bognir drengir feta þar inn eftir, samt veit enginn, hvað langt þessi snotra bygging nær eður hvar hennar upptök eru. Hingað er á sumrum af mörgum eyjarbúum vatn sótt á hestum, langan veg, og allar kýr eyjarinnar, á þeim tíma, þangað reknar einu sinni á degi hverjum. NB: Árshringinn út láta danskir hér sækja vatn á hestum hingað … Þjóðsögur og sagnir um Herjólfshaug Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.