Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 30
Náttúrufræðingurinn 250 Ummerki jarðskjálfta á Reykjanesskaga Hinn 20. október 2020 kl. 13:43 mældist jarðskjálfti á 3,3 km dýpi með upptök á Núpshlíðarhálsi, um 5 km vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni (1. mynd). Stærð skjálftans* var Mw5,6 en nokkrir eftirskjálftar fylgdu og var sá stærsti Mw4,1. Stóri skjálftinn fannst vel um mestallt land, sér í lagi á suðvesturhorninu. Skjálftinn var sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Veðurstofunni bárust nokkrar tilkynningar um skriðuföll á Reykjanesskaga. Innan áhrifasvæðis jarð- skjálftanna eru mörg vel sótt útivistarsvæði og voru ummerki um skjálftann skoðuð í grennd við nokkur þeirra dagana á eftir. Ferðafólki var bent á að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum á meðan líkur voru á áframhaldandi skjálftavirkni. Tilkynningar bárust einnig til Veður- stofunnar um aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi (1. mynd) í tengslum við jarðskjálftana en einnig barst tilkynning um að lækkað hefði í Kleifarvatni. Vatnagróður í flæðarmálinu benti til þess. * (Mw) er kvarði sem mælir vægisstærð, það er hversu mikil orka losnar þegar einn fleki færist framhjá öðrum. Þessi kvarði er talinn sá besti til að mæla stóra skjálfta og henta best til að bera saman mismunandi skjálfta. Richters-kvarðinn mælir mestu sveifluvídd jarðskjálftabylgjunnar en gerir ekki greinarmun á mismunandi jarðskjálftabylgjum. Þess vegna vanmetur sá kvarði jarðskjálfta sem eru langt í burtu frá mælinum, djúpir eða mjög sterkir. Esther Hlíðar Jensen JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESSKAGA Mikil skjálftavirkni hófst í lok árs 2019 á Reykjanesskaga og hélst hún mestallt árið 2020. Í júlí mæld- ust skjálftar um og yfir Mw5 að stærð við Fagradalsfjall, vestan við upptök skjálftans sem varð 20. október. Saga jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga ber með sér að snarpir skjálftar hafa orðið í tengslum við meiriháttar jarðskjálfta- hrinur og því var ekki hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar gætu fylgt þessari hrinu. Stærstu skjálftar á Reykjanes- skaga eru taldir geta orðið um það bil Mw5,5–Mw6 að stærð og gætu þeir valdið tjóni á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 250–258, 2020

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.