Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 34
Náttúrufræðingurinn 254 Við Keili Á gönguleiðinni í gegnum Afstapa- hraun að Keili voru nokkur greinileg ummerki eftir skjálftann. Vörður við gönguleiðina höfðu hrunið (4. mynd) og sprungur á stígnum sáust liggja út í hraunið. Steinar höfðu skoppað til á jafnsléttu á nokkrum stöðum og grjót hrunið á gönguleiðina í gegnum Afstapahraun og úr hlíðum Keilis og Keilisbarna. Sprungur sáust á göngustígnum að Keili (5. mynd). Einnig sást sprunga í hraunbrúninni þegar dróna var flogið yfir hana. Líklegt er að fleiri sprungur séu utan við stígana og nýta mætti bylgjuvíxlmyndir til að finna þau svæði sem líklegast eru sprungin. Nokkrir steinar höfðu skoppað á jafnsléttu (6. mynd). Sumir þeirra líta út fyrir að hafa lyfst sem getur gerst ef hröðun í skjálftanum verður meiri þyngdarhröðun jarðar en samkvæmt útreikningum á orku í þessum skjálfta var þyngdarhröðun ekki náð. Hins vegar er ekki að sjá ummerki um að hristingur hafi ruggað þeim til. Einnig er athyglisvert að ekki hreyfðust allir steinar á svæðinu, og sums staðar höfðu stórir steinar hreyfst en ekki minni (7. mynd). Nákvæm kortlagning ummerkj- anna gæti leitt í ljós hvernig hreyfingin var á hverjum stað en ummerkin eru staðbundin, sem og samspil landslags, berggrunns, lausefna og hreyfingar sem skjálftinn veldur og það hvernig bylgjan ferðast í gegnum efnið. Uppi við topp Keilis brotnaði stór móbergsfylla og tvístraðist á leiðinni niður. Má greina að minnsta kosti þrjár meginstefnur sem brot úr henni fóru niður fjallshlíðina (8. mynd). 5. mynd. Sprungur við göngustíg að Keili. Ljósm.: Esther Hlíðar Jensen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.