Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 259 Starar og hestar Hrefna Sigurjónsdóttir Starar eru afar félagslyndir og greindir fuglar sem notfæra sér margs konar fæðu. Meðal annars sækjast þeir eftir að vera nálægt hrossum og sjást iðulega sitja á baki þeirra eða í fæðuleit í grasinu mjög nálægt höfði og fótum. Algengast er þetta seinni hluta sumars og fram eftir september áður en tekur að snjóa. Hér er greint frá athugun á hegðun staranna þar sem meðal annars er reynt að svara spurningunni um það hvers eðlis samneyti þessara ólíku tegunda er. Niðurstöður benda til að fuglarnir séu ekki að leita fæðu úr feldi hrossanna heldur af jörðinni og séu á hestbaki fyrst og fremst til að geta fylgst með og fengið upplýsingar um hvar fæðu er að finna, og til að geta haldið sér í hópnum (t.d. ef hætta er á ferð). Hestarnir kippa sér ekkert upp við að hafa starana á sér eða nálægt sér á beitinni. Rætt er um hugsanlegar ástæður fyrir því. Einnig kom í ljós að stararnir setjast ekki tilviljunarkennt á hrossin heldur velja þeir þá hesta sem eru ljósir á lit. Það ber meira á þeim en dekkri hestum sem falla betur að umhverfinu á þeim árstíma sem um ræðir. 1. mynd. Starar á hestbaki í Leirvogstungu, neðan við Fitjar. – Starlings on the back of an Icelandic horse in SW-Iceland. Ljósm./Photo: Berglind Njálsdóttir. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 259–267, 2020

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.