Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 261 ALMENNT UM STARA Starategundin á Íslandi, Sturnus vulgaris vulgaris, (2. mynd) er víða algeng. Náttúruleg útbreiðsla er frá Mongolíu í austri til Íslands í vestri en að auki hefur starinn verið fluttur til Ástr- alíu, Nýja-Sjálands, Norður-Ameríku, ýmissa eyja í Karíbahafi, til Mexíkó, Argentínu, Suður-Afríku og til Fídji- eyja. Tegundin er staðfugl í Evrópu vestan- og sunnanverðri, og í Suðvestur- Asíu, en stofnar í norðausturhluta Asíu eru farfuglar sem fljúga bæði suður og vestur þegar haustar og dveljast þar yfir veturinn. Þannig koma til dæmis hund- ruð þúsunda ( jafnvel milljónir) fugla til Englands til vetrardvalar.2 Starar hafa því dreifst víða og orðið ágeng tegund í mörgum löndum. Þekkt- ast er hversu hratt þeir fjölguðu sér í Bandaríkjunum eftir að 100 fuglum var sleppt fyrir um 130 árum í Central Park í New York. Vegna hins mikla fjölda í Bandaríkjunum eru starar þar álitnir plága – sem veldur óþrifnaði í borgum, aukinni smithættu vegna ýmissa sníkla sem þeir bera, samdrætti í uppskeru og fækkun innlendra fugla sem hafa tapað varpstöðum sínum í samkeppni við starana.5 Búsvæði stara eru opin svæði á gras- lendi, tún og engi, skógar og svo eru þeir einnig víða í þéttbýli. Þeir eru fyrst og fremst skordýraætur en éta líka önnur liðdýr og orma, sem og korn og ávexti. Þeir leita í fjörur eftir æti, sömuleiðis í öskuhauga og skólpræsi.6 Starar gera gagn með því að halda niðri óæskilegum skordýrum en mikil fjölgun staranna í mörgum löndum hefur víða orðið til þess að fækkað hefur í innlendum stofnum sumra fuglategunda. Í Evrópu hefur störum þó fækkað undanfarna áratugi eins og mörgum öðrum tegundum fugla og þá sérstaklega skordýraætum, og er aðalástæðan sú að gengið er á búsvæði þeirra.2,7 Tegundin er mjög félagslynd (3. mynd). Starar eru þekktir fyrir hóp- myndun (e. murmurations) þar sem fuglarnir sýna listir sínar þegar degi er tekið að halla og þeir eru að safnast á náttstað.8,9 Segja má að þetta mikla sjónarspil sé eitt af undrum náttúr- unnar. Þúsundir ( jafnvel upp í milljón) fuglar safnast saman og sýna ótrúlegar fluglistir þar sem sveimurinn virð- ist hreyfast sem heild en jafnframt í bylgjum sem orsakast af því að fugl- arnir fljúga mishratt innan hópsins og þéttleiki þeirra breytist í sífellu. Sveimurinn skiptist sífellt upp í minni hópa sem svo sameinast aftur og að lokum leysist stóri hópurinn upp þegar fuglarnir setjast á jörðina, í tré eða á mannvirki. Á norðurhveli eru svona hópar einkum áberandi á haustin. Fuglarnir safnast saman af stórum svæðum, mest síðdegis, og setjast svo á ákveðna hvíldarstaði, gjarnan í grenilundum eða háum byggingum.6 Þekktasti staðurinn í Reykjavík er í Skógræktinni í Fossvog- inum, í svokölluðum Svartaskógi þar sem þúsundir stara safnast saman rétt fyrir sólsetur á haustin og veturna. Nýleg samantekt10 þar sem gögn frá mörgum löndum voru greind bendir til að þessi hegðun sé fyrst og fremst viðbrögð við hættu, því það að vera í stórum og hreyfanlegum hópi minnkar líkurnar á að lenda í klóm ránfuglanna. Í annarri rannsókn11 kom í ljós að upp- runi bylgnanna sem myndast í hópnum tengdist beint förufálka í veiðihug, og að afránshættan minnkaði í réttu hlutfalli við það hversu miklar bylgjurnar voru. Á Íslandi settust starar fyrst að í Hornafirði um 1940, byrjuðu að verpa í Reykjavík upp úr 1960 og hafa síðan breiðst út víða um land. Mest er af þeim á Suðvesturlandi, einkum í þéttbýli.6 Starinn er staðfugl og talið er að í stofn- inum séu nú um 10 þúsund pör.6,12 Á vet- urna fjölgar í stofninum því þá bætast í hann farfuglar.13 3. mynd. Starasveimur yfir Ingólfsfjalli 14. ágúst 2017. Í hópnum eru 1307 starar, sennilega allur Selfossstofninn. – Starling murmuration in S-Iceland. Ljósm./Photo: Jóhann Óli Hilmarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.