Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 72

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 72
Náttúrufræðingurinn 292 Ritrýnd grein / Peer reviewed sýna enn fremur að formleg staða sem náttúruverndarsvæði eykur gildi víð- erna. Þrátt fyrir að flestir þátttakendur könnunarinnar flokkist sem þjónustu- sinnaðir eða hlutlausir samkvæmt viðhorfskvarðanum telja þeir þjónustu á borð við bensínstöðvar, hótel, verslanir, veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu, auk orkuvinnslu, skerða gildi víðerna. Þetta bendir til þess að landsmenn líti flestir á óbyggð víðerni sem mikilvæg verðmæti í því ástandi sem þau eru nú og vilji halda í sérstöðu þeirra. Miðhálendi Íslands er eitt af fjórum meginviðfangsefnum landsskipulags- stefnu 2015–2026, sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2016.6 Þar er lögð áhersla á verndun víðerna hálendisins með þeim rökum að þau hafi mikið nátt- úruverndargildi og séu mikilvæg úti- vistarsvæði. Í landsskipulagsstefnunni er lögð áhersla á að víðerni séu mikils virði fyrir Íslendinga og að þau beri að vernda. Einnig er í stefnunni bent á mik- ilvægi þess að skerða ekki óbyggðaupp- lifun og náttúrugæði á miðhálendinu, en að sama skapi er kveðið á um að leitast skuli við að stuðla að góðri aðstöðu fyrir ferðamenn. Í þessu er fólgin ákveðin þversögn, sem kemur einnig fram í þessari rannsókn á viðhorfum lands- manna til víðerna, og byggist að miklu leyti á vilja til að varðveita lítt snortna náttúru á sama tíma og landsmenn vilja geta nýtt þessar auðlindir sjálfum sér og þjóðinni til hagsbóta. Skipulag íslenskra víðerna er því mikil áskorun til fram- tíðar. Landsskipulagsstefnan kveður enn fremur á um mikilvægi þess að auka þekkingu og skilning á því hvernig Íslendingar upplifa víðerni, og er þessi rannsókn einn liður í að bæta úr því. Óbyggð víðerni eru einstök auðlind. Auðlind sem unnt er að nýta til verð- mætasköpunar nú þegar, og auðlind í sinni eigin tilvist. Við nýtingu víðerna er mikilvægt að hún grundvallist á hug- myndafræði um sjálfbæra þróun. Sjálf- bær þróun krefst heildarsýnar og skiln- ings á orsakatengslum allra áhrifaþátta. Breytt landnýting á miðhálendinu og á öðrum óbyggðum svæðum landsins kallar á auknar rannsóknir. Öðruvísi er ekki unnt að öðlast yfirsýn og átta sig á eðli og umfangi breytinganna. Þá þarf einnig að kortleggja og vakta ástandið í óbyggðunum til að efla skilning á eðli breytinganna. ABSTRACT The highlands in the mind of Icelanders. Part 2: Icelanders’ wilderness perceptions There has been a progressive increase in the emphasis on wilderness protection in public discourse in Ice- land over the past years. This empha- sis is affirmed in the Nature Conserva- tion Act No 60/2013 as well as in the National Planning Policy 2015–2026. It is stated in the National Planning Strat- egy that municipalities adjacent to the central highlands must develop a strat- egy for the protection of wilderness in their strategic plans. The scope of wil- derness should be mapped to serve as a foundation for the Strategy. However, the definition of the concept wilder- ness has long been in dispute, especially since individual ideas/conceptions of wilderness can differ drastically. As a result, it can be difficult to decide pre- cisely what must be conserved. The primary objective of this research is to analyze Icelanders’ ideas and attitudes towards wilderness. A questionnaire, which partly consisted of scenarios in which the participants chose between the images they thought matched best and worst with their wilderness expe- rience, was sent to a sample group in Iceland. The results show that all signs of human interference, except archeo- logical remains, reduces the wilderness value in the eyes of Icelanders. For them this value is primarily grounded in the opportunity to experience tranquility and quiet in areas whose infrastructure is simple and primitive. Moreover, the results demonstrate that nature con- servation increases the value of wilder- ness for most, while energy production and the development of infrastructure and services for tourism decrease the value of wilderness. 13. mynd. Gengið á Herðubreið. Trölladyngja í baksýn. – Hiking on the tuya Herðubreið. The shield volcano Trölladyngja in the back. Ljósm./Photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.