Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 297 þar sem vísir að helli í virku hraun- rennsli getur myndast á nokkra mis- munandi vegu. Í grunninn myndast þó allir hraunrásarhellar þannig að yfir- borð hraunbráðar storknar, en undir nýmyndaðri hraunkápunni rennur bráðin áfram í einangraðri rás.1 Þeir geta gegnt mikilvægu hlutverki sem flutn- ingsæðar í langvarandi dyngjugosum þar sem hraunbráðin rennur langa vegalengd neðanjarðar frá gosstöðvum að hraunjaðri. Þar brýst bráðið hraunið út undan storknaðri kápunni og jaðar- inn færist hægt fram. Á sléttu hellu- hrauni má á yfirborði víða sjá ýmsar vísbendingar um net hraunhella, meðal annars rishóla (e. tumulus). Slíkir hólar eru jafnan hrygglaga og myndast við það að rennsli í hraunrásarhelli stíflast en innstreymi í rásina heldur áfram og þakið brotnar upp vegna staðbundinnar þrýstiaukningar.2 Önnur algeng yfir- borðsummerki eru niðurföll og gjótur sem myndast þegar hellar hrynja. Þá kemur fyrir að brött hraundrýli standa stök á annars sléttu hrauni og bera vitni um útstreymi heitrar gosgufu frá hraun- rás neðanjarðar. Dropsteinar, hraunstrá og aðrar einstaklega viðkvæmar hraunmyndanir skreyta suma hraunhella. Yfirborð gólfs, veggja og lofts í ósnortnum og heillegum hellum er einnig oft þakið örþunnum, gljáandi glerungi (e. glaze) sem getur verið litríkur sökum oxunar magnetíts í hematít í glerungnum.3 Þetta hellaskraut myndast snemma á æviskeiði hellanna á meðan hitinn er í kringum 1000°C. Þar er talið gegna lykilhlutverki að afgangs- bráð skilst frá kólnandi berginu sem umlykur hellinn og er að mestu storknað. Fyrir tilstilli afgösunar bergsins þrýstist afgangsbráðin úr lofti og veggjum hell- isins og drýpur niður. Á meðan á þessu stendur geta vaxið hangandi hraun- strá þar sem drýpur úr lofti, en á gólfi hlaðast upp dropsteinar.3 Glerungurinn sem oft þekur hella er örþunnur, undir 50 míkron að þykkt, og undir honum er algengt að finna frauðkennt lag sem er ummerki um afgösun hraunsins við kólnun.3 Náttúrulegir ferlar koma oft í veg fyrir að þessi fyrirbæri varðveitist, þegar veggir og loft hrynja að hluta til niður við kólnun. Talað er um að hellar séu heillegir þegar þeir hafa sloppið við slíkt hrun. ÞEISTAREYKJAHRAUN Jarðfræði Þeistareykjahrauns Hellarnir tveir sem lokað var í október mynduðust fyrir um 2.400 árum þegar Þeistareykjahraun rann. Hraunið liggur á milli Stóravítisdyngjunnar í austri (aldur 11–12 þúsund ára) og Lambafjalla í vestri.4 Hraunið þekur um 28 km2 og er yngst allra hrauna á Þeistareykjasvæð- inu. Gígurinn Stórihver er aðalgosgígur- inn í hrauninu og er hann beint vestur af Þeistareykjum. Frá Stórahver liggur svipmikil röð hraunhóla og niður- falla sem sveigjast ýmist til norðurs eða norðvesturs og gefa hrauninu sér- kennilegt bungumyndað yfirborð sem á sennilega engan sinn líkan hér á landi. Yfirborð hraunsins er að mestu nokkuð slétt helluhraun og þægilegt yfir- ferðar en á vissum stöðum hefur hellu- hraunið brotnað upp (1. mynd). Miklar hrauntraðir eru í grennd við Stórahver og minni hrauntraðir finnast víða við hraunbungur í miðju hrauninu þar sem hraunbráðin vall upp úr hraunrásum neðanjarðar, fjarri hinum eiginlegu gos- stöðvum. Austurjaðar hraunsins liggur upp að Skildingahólsvegg, sem er mikill misgengisveggur með norðlæga stefnu. Veggurinn er hluti af sprungusveimi Þeistareykjakerfisins, en rétt norðan við norðurjaðar Þeistareykjahrauns er þrí- punktur í misgengjunum þar sem þau mæta Húsavíkurmisgenginu.5,6 INNGANGUR Í október lauk Umhverfisstofnun við að loka tveimur hraunhellum í Þeistareykjahrauni í Þingeyjarsveit í verndarskyni. Félagsmenn Hellarann- sóknafélags Íslands fundu hellana fyrir um fjórum árum og var strax ljóst að verndaraðgerða væri þörf. Hellarnir eru einstakar jarðminjar sökum ríku- legs hellaskrauts og líklega standast fáir hraunhellar þeim samanburð á jörðu. Nýleg vegalagning í hrauninu, í tengslum við byggingu Þeistareykja- virkjunar, stórbætti aðgengi að svæðinu sem áður var afskekkt og fáfarið. Í kjöl- far þeirrar vegagerðar fóru félagsmenn að kanna hraunið skipulega. Áður voru nokkrir hellar þekktir í hrauninu, þar á meðal svonefndur Togarahellir, en eftir að hellarnir tveir fundust varð ljóst að grípa þyrfti til aðgerða, enda voru þessir nýfundnu og ósnortnu hellar skyndilega komnir í alfaraleið og allar líkur á að fjöldi annarra hella ætti eftir að finnast með frekari leit. Hraunhellar eru ein- hverjar viðkvæmustu náttúruminjar á Íslandi og sagan hefur því miður kennt okkur að hraunstrá, dropsteinar og annað hellaskraut hverfur hratt þegar umferð um hella eykst. ALMENNT UM HRAUNHELLA Hraunhella má telja fremur fágætar jarðminjar á heimsvísu, en þeir eru þó algengir á ungum basaltsvæðum, til dæmis á Íslandi, Havaí og öðrum eldfjallaeyjum. Til hraunhella teljast t.d. gíghellar, hraunbólur og hraun- rásarhellar. Töluverðar rannsóknir á myndun og þróun hraunrásarhella hafa farið fram á Havaí. Þar hafa langvarandi dyngjugos varað nær sleitulaust ára- tugum saman og því hefur verið hægt að fylgjast með hraunhellum í myndun.1 Hraunrásarhellar eru að mestu bundnir við helluhraun (e. pahoehoe lavas)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.