Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 80

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 80
Náttúrufræðingurinn 300 er nokkuð ofar í hrauninu og nógu langt er á milli þeirra til að þeir teljist tveir mismunandi hellar að svo stöddu. Betri könnun hraunsins mun væntanlega leiða tengsl þeirra í ljós. Fyrir lokun hellisins var best að komast ofan í TES- 13 í gegnum „glugga“ þar sem hellis- loftið hefur gefið sig og opnað á tölu- verða hvelfingu. Hellirinn hefur verið kortlagður að hluta út frá hvelfingunni, en frá henni liggur net rása sem samtals hafa verið mældar um 50 metrar á lengd sunnan hennar og hátt í 300 metrar norðan megin (8. mynd). Gólfið í hell- inum er meira og minna þakið glerungi og mikill fjöldi dropsteina stendur þar meðfram veggjum. Mesti dropsteina- skógur hellisins er norðan við hvelf- inguna og eru flestir dropsteinarnir þar 20–30 cm á hæð (9. og 10. mynd). Standa þeir þéttast í lítilli hliðarrás og er því ekki nauðsynlegt að fara yfir þá til að komast lengra inn. Meginrásin er víðast hvar manngeng en þrengist eftir því sem lengra er farið frá hvelfingunni til norðurs. Sumar hliðarrásirnar eru sömuleiðis lokaðar vegna hruns og aðrar kvíslast í mismunandi áttir þar til þær lokast. Mældur hluti TES-13 er 348 metrar en heildarlengd hellisins er mun meiri. HRAUNHELLAR Á ÍSLANDI OG VERNDUN ÞEIRRA Sökum jarðfræðilegrar sérstöðu er Ísland sérlega ríkt af hraunhellum. Mikið net hraunhella er að finna í mörgum stórum dyngjuhraunum á Íslandi. Í eldgosum hafa þessir hellar gert hraunbráð kleift að renna langar leiðir frá gosstöðvunum að hraunjaðr- inum. Stærstu og þekktustu hellar landsins, svo sem Kalmanshellir, Stefánshellir, Víðgelmir og Surtshellir í Hallmundarhrauni og Raufarhólshellir í Leitahrauni eru dæmi um hraun- rásarhella í stórum dyngjuhraunum. Þó er afar sjaldgæft að finna jafn sérstaka hella og þá í Þeistareykjahrauni. Hellarannsóknafélag Íslands hefur skráð 593 hraunhella í 75 mismunandi hraunum hér á landi. Kalmanshellir hefur verið mældur lengsti hellir- inn með heildarlengd 4.014 metra7 en skráðir eru hellar allt niður í 25 metra lengd. Samkvæmt skrá félagsins eru mældir hellar landsins samanlagt rúmir 70 km að lengd, en hluti hellanna hefur ekki verið mældur og er heildarlengdin því töluvert meiri. Oft getur reynst erfitt að meta hvar einn hellir endar og annar tekur við. Lítil höft eða hrun geta lokað tengingu á milli mismunandi hellisbúta sem eru þó sýnilega partur af sömu hraunrás. Til heildarlengdar hellis telst meginrás hans ásamt tengdum afhellum sem liggja út frá henni. Hjá Hellarann- sóknafélaginu hefur tíðkast að telja hellisbúta sem tengjast einu og saman niðurfallinu til sama hellis. Niðurfallið er þá mælt sem hluti af lengd hellisins ásamt þeim hellisbútum sem því tengj- ast. Kortlagning og ýtarleg könnun hefur þó stundum leitt í ljós tengingar á milli hraunhella sem áður voru óþekktar, til dæmis í kerfi hraunhella í Hallmundarhrauni sem nefnist Surts- Stefáns-Hulduhellir, þar sem þunn höft neðanjarðar loka tengingu á milli þeirra og því um aðskilda hella að ræða. Skaftáreldahraun geymir flesta þekkta hella á landinu og eru þeir alls 80. Í hrauninu finnst stórt hellakerfi, kennt við Laufbalavatn, sem skilgreina mætti sem það lengsta á landinu (alls 5.012 metrar), en þar er ekki um að ræða einn samfelldan helli. Lengsti hellirinn heitir Iðrafossar og er 1.913 metrar.7 Víðgelmir hefur verið mældur 1.585 metrar og er rúmtaksmestur allra hella á landinu (um 150 þúsund rúmmetrar). Hann er að mestu undir sama þaki, en á Kalmanshelli eru hins vegar um 50 op.7 8. mynd. Kort af hluta hellisins TES-13. Einungis þessi hluti hefur verið kortlagður. Stærsta hvelfingin er við inngang og þaðan kvíslast rásin í margar áttir. Mælingar gerðu Þórir Már Jóns- son og Christina Stadler, félagsmenn í Hellarannsóknafélaginu, 2019. – A map of TES-13. Only a part of the cave has been mapped. The largest dome surrounds the entrance, where the cave diverts into multiple smaller channels. Measures done by Þórir Már Jónsson and Christina Stadler, members of the Icelandic speleology society. Teikning /Drawing: Þórir Már Jónsson. 7. mynd. Stakt hraunstrá hangandi úr lofti TES-12-hellisins. Lengdin er um 30 cm. – A single lava stalactite hanging from the ceiling of TES-12. Length is about 30 cm. Ljósm./ Photo: Daníel Freyr Jónsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.