Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 84

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 84
Náttúrufræðingurinn 304 Sú sem hér skrifar vann að því áhugaverða verkefni fyrr á árinu að fara í gegnum sögu Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST). Tilefnið var það að samtökin eiga 50 ára afmæli á þessu ári. Hluti afrakstursins birtist í Glettingi – tímariti um austfirsk málefni, 2. tbl. 2020. Til liðs við mig fékk ég Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Andrés Skúlason formann NAUST, Hjörleif Guttormsson fyrrverandi alþingismann og ráðherra, Ástu Þorleifsdóttur og Höllu Eiríksdóttur fyrrverandi formenn NAUST, og fyrrverandi varaformenn þau Rósu Halldórsdóttur og Helga Hall- grímsson. Þau skrifuðu greinar í afmælisblað NAUST. Náttúruverndarsamtök Austurlands eru fyrir löngu orðin þekkt í sögu íslenskrar náttúruverndar. Þau hafa í hálfa öld staðið vaktina um náttúru og umhverfismál á Austurlandi og minnt á þýðingu hvors tveggja í verki, ræðu og riti. Hvatamaður að stofnun samtak- anna 1970 og fyrsti formaður þeirra var Hjörleifur Guttormsson. Hann gegndi formennskunni í áratug og hefur stutt samtökin og tekið þátt í starfi þeirra æ síðan. Starfssvæði NAUST er víðlent, er á heimasíðu samtakanna nú sagt vera á milli Skeiðarár og Langaness. Starfsemi NAUST einkenndist oft á tíðum af fjölsóttum aðalfundum, fjöl- breyttu málefna- og nefndarstarfi, þátt- töku á náttúruverndarþingum, í Nátt- úruverndarráði og útgáfu náttúruminja- skrár. Samtökin lögðu fram fjölda til- lagna um friðlýsingu svæða og einstakra náttúruminja. Einnig lögðu þau áherslu á friðun landssvæða í grennd við þéttbýli til útivistar og náttúruskoðunar. Vörður á þeirri leið voru auðvitað fyrsti fólk- vangur á Íslandi, Fólkvangur Neskaup- staðar og Álfaborgin á Borgarfirði eystri. Helsta afrek NAUST í baráttunni fyrir friðun náttúrudjásna á Austurlandi á þessum tíma var svo að Lónsöræfi voru friðlýst árið 1977. Nýjustu fréttir úr ára- langri baráttu NAUST fyrir stofnun friðlanda á Austurlandi eru sérlega gleði- legar, því nú hefur Umhverfisstofnun lýst yfir fyrirhugaðri stofnun friðlands á Gerpissvæðinu og á Út-Héraði, þar sem náttúruperlan Stórurð er meðal einstakra djásna. Spor NAUST í sögu náttúruverndar hér á landi liggja víða. Það kom mér á óvart hve virk samtökin hafa verið í málefnum líðandi stundar á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Það er óhætt að nota í því sambandi orðalagið að hafa puttann á púlsinum. Samtökin voru stofnuð á tímum þegar umhverfismál voru að komast í sviðs- ljósið á alþjóðlegum vettvangi, enda árin í kringum 1970 sá tími þegar boð- skapur umhverfis- og náttúruverndar fór að ná hljómgrunni. Það kom ekki til af góðu. Hinn margumtalaði iðnvæddi hagvöxtur sem umfram allt skyldi hafa að leiðarljósi fór að flekkast af ókostum þeirrar stefnu. Olíukreppan um 1970 sýndi að auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi, og þau varnaðarorð urðu háværari að mannkyn væri að spilla ekki aðeins umhverfi annarra lífvera heldur ekki síður sínu eigin, með mengun og úrgangi af öllum toga, ásamt því að vera að ganga gengdarlaust á búsvæði villtra plantna og dýrategunda. Náttúruverndarsamtök Austurlands tóku hina alþjóðlegu umhverfisverndar- stefnu inn í sína stefnuskrá og fræðslu- starf, ekki síst með því að horfa með þeim gleraugum til umhverfismála á sínu starfssvæði. Útgerðir og olíufélög voru hvött til að huga að umhverfis- málum í uppbyggingu sinni og starfsemi. Það gengi ekki lengur að olía og grútur fengju að fara í sjóinn eins og ekkert væri sjálfsagðara og öll mengun af fisk- vinnslu eða olíukyndingu óhindrað upp í gegnum strompinn. Veiðarfæra- drasl þyrfti að hirða um svo ekki spillti náttúru til lands og sjávar. Sveitarfé- lög voru hvött til að bæta úr sorphirðu og umgengni með hag íbúanna og umhverfisvernd að leiðarljósi. Bændur voru hvattir til að bæta umgengni á jörðum sínum, fjarlægja rusl og drasl, sinna landgræðslu og skógrækt, forð- ast ofbeit og hafa sjálfbærni að leiðar- ljósi í öllum atriðum til að búnast betur, samhliða því að ganga ekki á auðlindir landsins. NAUST fagnaði áformum um skógrækt á Austurlandi þegar þau komu fram en með þeim varnaðarorðum að við skipulag skógræktar þyrfti að byggja á rannsóknum, og á gerð og þörfum vist- kerfa á þeim svæðum sem hugsuð væru til skógræktar. Samtökin hafa einnig boðað mikilvægi rannsókna áður en farið er í stórfellda náttúrunýtingu, líkt og virkjanir og fiskeldi í sjó. Þetta síðastnefnda hefur einkennt starf NAUST frá upphafi, það er að segja áherslan á að rannsóknir séu undanfari og forsenda fyrir heimild til allra þeirra umsvifa mannsins í náttúru Austurlands sem valda miklum eða óafturkræfum breytingum. Það varð ekki hvað síst hlutskipti NAUST að þurfa að ítreka þetta atriði í umræðu um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á Austurlandi á árunum í kringum 2000. Það kom mér hins vegar ekki á óvart við skoðun á sögu NAUST að mesti átakatíminn í starfi samtakanna var á tímum deilnanna um virkjun á hálendinu norðan Vatnajök- uls. Sterk andstaða var við þau áform, ekki síst vegna þess hve mikil breyting yrði á landslagi og vistkerfi svæðisins ef af þeim yrði. Baráttan gegn þessum áformum hófst með mótmælum gegn virkjun Jökulsár í Fljótsdal með lóni á Eyjabökkum, sem sökkva átti þeim öllum, og síðan gegn Kárahnjúkavirkjun eftir að niðurstaðan varð að virkja Jök- ulsá á Dal. Eyjabökkum var hlíft en mikið land fór undir Hálslón og önnur lón Kárahnjúkavirkjunar sem knúin er með vatnsafli bæði frá Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 303–306, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.