Þjóðmál - 01.06.2016, Page 3

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 3
ÞJOÐMAL TÍMARIT UM ÞJÓÐMÁL OG MENNINGU 12. ÁRGANGUR_SUMAR 2016_2. HEFTI EFNISYFIRLIT RITSTJÓRNARBRÉF 3 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA SVIPTINGAR Á SVIÐI STJÓRNMÁLANNA 7 Stórtíðindi hafa gerst á vettvangi stjórn- málanna undanfarna mánuði. Hefði einhver spáð því fyrir ársfjórðungi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson hætti við að hætta sem forseti til þess eins að ákveða aftur að hætta, Árni Páll Árnason hætti sem formaður Samfylkingarinnar, nýr stjórnmálaflokkur, Viðreisn, kæmi til sögunnar eða Bretar segðu sig úr Evrópusamband- inu hefði sá hinn sami verið talinn í besta falli ótrúverðugur. Björn Bjarnason skrifar um stöðu stjórnmálanna, íjallar um frægt Kastljóstviðtal, nýja ríkisstjórn, og forsetakosn- ingar. Hann fer yfir stöðu Samfylkingarinnar, nýjan Evrópusambands-flokk og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. SKATTAR 21 Skattgreiðendur - jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - ættu að hafa áhyggjur í aðdraganda þingkosninga í haust. Að óbreyttu bendir flest til þess að áður en árið er úti komist ný ríkisstjórn vinstri flokk- anna til valda. Yfirlýsingar forráðamanna vinstri flokk- anna benda til að skattastefna frá tíma Vinstri grænna og Samfylkingar 2009 til 2013 verði tekin upp að nýju. Þannig verða áform um frekari skattalækkanir að engu gerðar. Óli Björn Kárason dregur upp mynd af stöðu skattamála og um leið eru birtar grafískar upplýsingar frá Samtökum atvin- nulífsins. SKATTASKJÓLIÐ ÍSLAND 30 AÐFÖR RÚV AÐ SIGMUNDI DAVÍÐ 31 Páll Vilhjálmsson heldur því fram að Ríkisút- varpið hafi efnt til aðfarar að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til að knýja hann til afsagnar sem forsætisráðherra.Til að ná markmiði sínu notaði fréttastofa RÚV lygar og blekkingar og þverbraut eigin siðareglur.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.