Þjóðmál - 01.06.2016, Side 12

Þjóðmál - 01.06.2016, Side 12
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var erlendis mánudaginn 4. apríl. Hann hafði ráðgert að komast heim úr páskaleyfi í Bandaríkjunum þá um morguninn en vegna röskunar á flugferðum seinkaði heimkomu hans um sólarhring. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, var einnig í Bandaríkjunum 4. apríl. Hvorugur þeirra átti von á þeim ósköpum sem urðu eftir sjónvarps- samtalið við Sigmund Davíð. Komu þeir báðir til landsins í morgunsárið þriðjudaginn 5. apríl. ekki komast á Austurvöll, fjöldinn hefði verið um 9.500. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var erlendis mánudaginn 4. apríl. Hann hafði ráðgert að komast heim úr páska- leyfi í Bandaríkjunum þá um morguninn en vegna röskunar á flugferðum seinkaði heimkomu hans um sólarhring. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, var einnig í Bandaríkjunum 4. apríl. Hvorugur þeirra átti von á þeim ósköpum sem urðu eftir sjón- varpssamtalið við Sigmund Davíð. Komu þeir báðirtil landsins í morgunsárið þriðjudaginn 5. apríl. Bjarni og Sigmundur Davíð hittust milli 09.00 og 10.00 þennan þriðjudagsmorgun og báru saman bækur sínar. Eftir fund þeirra hélt Sigmundur Davíð á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum. Á leið sinni þangað sagði for- sætisráðherra á FB-síðu sinni hvað hann hefði rætt við Bjarna. Hann hefði nefnt að treystu þingmenn Sjálfstæðisflokksins„sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að Ijúka sameigin- legum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta". Hann væri stolturaf verkum sínum í stjórn- málum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það yrði gert nú eða síðar.„Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt," sagði hann. Fundur Sigmundar Davíðs með forseta íslands var milli 11.00 og 12.00. Að sögn Ólafs Ragnars höfðu þeir í símtali daginn áður ákveðið að hittast klukkan 13.00 þennan dag til að skiptast á upplýsingum en Sigmundur Davíð hefði síðar eindregið mælst til að þeir hittust fyrir hádegi. f hádeginu að loknu samtalinu við forsætis- ráðherra greip Ólafur Ragnar til þess óvenju- lega ráðs að ræða við blaðamenn um efni fundarins. Hann taldi að erindi Sigmundar Davíð við sig hefði verið að fá sig til að rita undir bréf um þingrof. Ólafur Ragnar: „Forseti hlýtur að meta hvort stuðningur sé við þá ósk hjá ríkisstjórnarflokkunum og hvort líklegt sé að þingrof leiði til farsællar niðurstöðu, bæði fyrir þjóðina og stjórnar- farið í landinu." Síðan þessi orð féllu hafa Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar deilt um hvort þingrof hafi yfirleitt verið til umræðu á fundi þeirra. Eftir að þeir hófu samtal sitt komu þau boð inn á fund þeirra tveggja að embættis- menn forsætisráðherra væru komnirá Bessa- staði. Þetta voru Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri og Ásgeir Geir Ágústsson, skrifstofustjóri yfirstjómar forsætisráðuneytis- ins. Þau voru með„ríkisráðstöskuna" eins og forseti orðaði það þegar hann lýsti því að hann hefði áttað sig á því þegar tilkynnt var um komu embættismannanna að ekki var um upplýsingafund hans og ráðherrans að ræða heldurembættisfund vegna þingrofs. Rætt var við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni að morgni 8. maí og spurði Páll Magnússon hann meðal annars hvers vegna hann hefði hrósað Ólafi Ragnari fyrir viðbrögð hans þriðjudaginn 5. apríl eftir fund hans með Sigmundi Davíð þegar aðrir segðu að forsetinn hefði dregið Sigmund Davíð„yfir naglabrettið" á blaða- mannafundi eftirfund þeirra. Bjarni sagði þetta hafa verið sína„upplifun" á því sem gerðist þennan dag. Það hefði orðið algjör trúnaðarbrestur milli forseta og forsætisráðherra á fundi þeirra og forseti hefði viljað skýra sína hlið strax eftir fundinn 10 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.