Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 15

Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 15
mundar Davíðs. Líklegt er að það hafi öðrum þræði stafað af rökstuddum grunsemdum um að Ólafur Ragnar íhugaði að skipa utanþingsstjórn. Hann ætlaði að kóróna forsetaferil sinn með eigin ríkisstjórn. Á þlaðamannafundi á Bessastöðum mánu- daginn 18. apríl var Ólafur Ragnar spurður hvort hann hefði verið með utanþingsstjórn á hendi þegar hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson að morgni 5. apríl Forseti vitnaði í Sigmund Davíð sem hefði sagt tvo kosti í stöðunni, að ríkisstjórnin sæti áfram eða þing yrði rofið og efnt til kosninga. Forseti sagðist hafa sagtfleiri kosti í sjónmáli en þessa tvo. Viðurkenndi hann þannig óbeint að utanþingsstjórn hefði verið í spilunum. Hún var meðal annars viðruð nokkrum sinnum í leiðurum Fréttablaðsins, þótt vankunnátta höfunda leiddi til þess að þeirtöluðu um„starfsstjórn". Sá sem spurði um utanþingsstjórnina spurði jafnframt hvortforsetinn hefði ætlað að gera Má Guðmundsson seðlabankastjóra að fjármálaráðherra. Þarna varð Ólafur Ragnar dálítið órólegur á fundinum, hló við og sagði að hefði hann rætt við Má hefði hann gert hann að forsætisráðherra. Hann hefði ekki rætt slík mál við neinn. Ætla má að Ólafi Ragnari hafi orðið órótt vegna spurningarinnar um þetta vegna þess að hann vildi hvorki segja ósatt né segja of mikið um hve langt hann var kominn við að smíða utanþingsstjórnina. Hann vissi sem var að margir höfðu vitneskju um vilja hans til að mynda slíka stjórn. IV. í nýársávarpi sínu 1. janúar 2016 sagðist Ólafur Ragnar Grímsson ekki ætla að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti 25. júní 2016. Honum snerist hins vegar hugur eftir for- sætisráðherraskiptin, efndi til blaðamanna- fundará Bessastöðum síðdegis mánudaginn 18. apríl og tilkynnti framboð sitt. Hann svaraði síðan spurningum blaðamanna og sagði að ákvörðunin hefði verið að mótast með sér undanfarna þrjá til fjóra sólarhringa. Hann margítrekaði að með því að hverfa frá Eftir forsætisráðherraskiptin snérist Úlafi Ragnari Grímssyni hugur og ákvað að leita eftir endurkjöri sem forseti Islands. Hann taldi það skyldu sína að halda áfram í embætti vegna óróa í samfélaginu. ákvörðun sinni um að hætta við að hætta kæmi hann til móts við óskir fjölmargra sem teldu hann ekki geta vikið úr embætti á þessum tímum sem hann lýsti sem„umróti óvissu og mótmæla" í um 400 orða yfirlýsingu sem hann las. Hann sagði það skyldu sína að verða við þessu ákalli og Dorrit forsetafrú væri sama sinnis, hún teldi hann ekki geta vikist undan óskum þeirra sem settu traust sitt á hann. í yfirlýsingunni gaf hann sér þá forsendu að„öldur mótmæla" hefðu knúiðfram stjórnarskiptin í lok janúar 2009. Þetta er einföldun á því sem gerðist þegar samfylk- ingarmenn ákváðu að slíta stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn eftir langt baktjalda- makk með vinstri grænum og í vissu þess að Ólafur Ragnar væri tilbúinn að veita þeim umboð til að mynda minnihlutastjórn í skjóli framsóknarmanna. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.