Þjóðmál - 01.06.2016, Page 19

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 19
Fundur á vegum Viðreisnar. BenediktJóhannesson, formaður fiokksins, er lengst til hægri á myndinni. Viðreisn hefur fengið listabókstafinn C, gamla stafSósíalistaflokksins sameiningarflokks alþýðu. Mynd: Gfinnsson á fjölmennum fundi í Hörpu þriðjudaginn 24. maí 2016. Fyrir þingkosningar vorið 2009 samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins málamiðl- unartillögu um að ekki yrði sótt um aðild að ESB nema umsóknin yrði fyrst samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Strax eftir fundinn tóku ESB-aðildarsinnar innan flokksins að agnúast út í þessa tillögu og fundu henni margt til foráttu. Tillagan var höfð að engu á alþingi sumarið 2009. Sótt var um aðild í krafti baktjaldamakks undirforystu Össurar Skarphéðinssonar með stuðningi vinstri grænna sem sviku með því kosningaloforð Steingríms J. Sigfússonar. Þegar við blasti í hve miklar ógöngur stefndi í ESB-viðræðunum samþykkti lands- fundur sjálfstæðismanna 24. febrúar 2013 að þeim skyldi hætt og þær ekki hafnar að nýju nema þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá taldi landsfundurinn að loka ætti Evrópustofu, áróðursstofu ESBá íslandi.Við þessa samþykkt umturnuðust áköfustu ESB- aðildarsinnarnir innan Sjálfstæðisflokksins undir merkjum Sjálfstæðra Evrópusinna þar sem Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur var formaður. Eftir landsfundinn sagðist Benedikt tala fyrir munn margra sem teldu sig„landlausa" vegna ESB-ályktunar landsfundarins. Þótti honum„kjánalegt" að ályktað hefði verið gegn Evrópustofu og íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál.Taldi hann þetta flokknum „til mikillar skammar" eins og hann orðaði það í samtali við Fréttablaðið 4. mars 2013. Benedikt hefur haldið lífi í hreyfingu sinni og hefur nú stofnað flokkinn Viðreisn. Evrópu- stefnan hefur hins vegar útvatnast. Benedikt sagði til dæmis á vefsíðunni heimur.is 8. maí 2016: „Þjóðin kjósi strax um hvort Ijúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina." Hann fellst með öðrum orðum á megin- stefnu Sjálfstæðisflokksins í ESB-málinu. Ekki var minnst á ESB í auglýsingu um stofnfund Viðreisnar. Viðreisn hefurfengið listabókstafinn C, gamla staf Sósíalistaflokksins sameiningar- flokks alþýðu. í könnun sem Félagsvísinda- stofnun HÍ gerði 18. til 22. júní 2016 mældist Viðreisn með 9,7% fylgi, fjórði stærsti flokk- ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 17

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.