Þjóðmál - 01.06.2016, Qupperneq 24

Þjóðmál - 01.06.2016, Qupperneq 24
misserum benda til að skattastefna frá tíma Vinstri grænna og Samfylkingar, verði tekin upp að nýju. f erindi sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, hélt á skattadegi Deloitte í janúar síðastliðnum, kom fram að 176 breytingar hafi verið gerðar á skattkerfinu á árunum 2008 til 2015 eða að meðaltali 22 breytingará ári. Meginþorri breytinganna voru skattahækkanir eða 132 á meðan 44 skattalækkanir voru gerðar og þær voru flestar á árinu 2014, ítíð sitjandi ríkisstjórnar. Svo er einstaklingum og for- ráðamönnum fyrirtækja ætlað að fylgja sífellt breytilegum leikreglum. Á stjórnarárum Sjálfstæðisflokksins 1991 til 2009, - fyrst með Alþýðuflokki, þá Fram- sóknarflokki og loks Samfylkingunni, voru gerðar róttækar breytingar á skattkerfinu, það einfaldað og gert gagnsærra.Tekjuskattur einstaklinga var í einu þrepi, tekin var upp 10% fjármagnstekjuskattur, tekjuskattur á fyrirtæki var lækkaður úr 50% í 18% (og tekjur ríkissjóðs jukust verulega). Trygginga- gjald var sæmilega hóflegt eða 5,34%. Skattkerfið var því tiltölulega einfalt þegar Samfylking og Vinstri grænir tóku við völdum í stjórnarráðinu í febrúar 2009. Sá er þetta ritar hefur haldið því fram að skattkerfið hafi hins vegar verið eyðilagt í tíð vinstri stjórn- arinnar; skattar á fyrirtæki voru hækkaðir, skattar á launafólk einnig og innleiddur margþrepa tekjuskattur sem verst fór með millistéttina. Tryggingagjaldið var hækkað í 7% og loks í 8,65%. Eldra fólk varð sérstaklega fyrir barðinu þegar lagður var á auðlegðar- skattur - eignaupptökuskattur - þar sem einstaklingar urðu að sæta því að greiða jafn- vel hærri skatta en nam tekjum. Auðlegðar- skatturinn lagðist einnig þungt á sjálfstæða atvinnurekendur sem margir neyddust til að ganga verulega á eigið fé eða stofna til skulda til að standa undir skattgreiðslum. Breyttstefna Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks snéri við blaðinu í skattamálum. Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin til að einfalda skattkerfið að nýju, lækka skatta og fella niður. Bjarni Benediktsson flármálaráðherra hefur beitt sér fyrir því að almenn vörugjöld hafa verið felld niður sem og tollar á fatnað og skó. Þá hefur verið stefnt að því að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar næstkomandi. (Líklegt er að ríkisstjórn vinstri flokka muni leggja þessi áform á hilluna). Efsta þrep virðis- aukaskattsins var lækkað úr 25,5% í 24% og hefur aldrei verið lægra. Neðra þrepið var hækkað samhliða því sem skattstofninn var breikkaður. Með þessum aðgerðum hefur kaupmáttur heimilanna aukist og þá ekki síst barnafjölskyldna. Á kjörtímabilinu hefurtryggingagjaldið einnig verið lækkað og lækkar enn frekar. Síðari hluta ársins verður það komið niður í 6,85%. Gjaldið - sem er ekki annað en skattur á laun og störf- er því 1,8%-stigum lægra en það var hæst í tíð vinstri stjórnarinnar en enn 1,51 %-stigi hærra en það var 2008. Enn er því ástæða til að lækka gjaldið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tekið ákveðin og skynsamleg skref til að einfalda tekjuskatts- kerfi einstaklinga og auka ráðstöfunartekjur launafólks með skattalækkunum. Skatt- hlutfall í neðsta þrepi hefur verið lækkað sem og í öðru þrepi en stefnt er að því að fella milliþrepið niður í upphafi komandi árs. Afnám milliþrepsins skiptiralla launamenn miklu og þá ekki síst millistéttina. Þannig verðurtekjuskattskerfið einfaldara í tveimur þrepum. Næsta eðlilega skrefið er að fella niður efra þrepið á almennar launatekjur og innleiða flatan tekjuskatt sem þó verður alltaf margþrepa vegna skattleysismarka og ýmissa tekjutengdra frádráttarliða. Nær engar líkur eru hins vegar á að breyt- ingar á tekjuskattskerfi einstaklinga verði að veruleika. Ríkisstjórn vinstri flokkanna mun ekki aðeins halda milliþrepinu heldureru líkur á því að innleitt verði nýtt hátekjuþrep. Innan vinstri flokkana eru hugmyndir um 60-70% skatt á það sem þeir kalla„ofurlaun". Með öðrum orðum: Miðað við skoðana- kannanir er líklegt að vinstri ríkisstjórn komist til valda í október næstkomandi og 22 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.