Þjóðmál - 01.06.2016, Side 33

Þjóðmál - 01.06.2016, Side 33
FJOLMIÐLAR Páll Vilhjálmsson Aðför RÚV að Sigmundi Davíð Einstakt dæmi um misnotkun RÚV er fjölmiðill þjóðarinnar, er í eigu ríkisins og fær beint framlag úr ríkissjóði. í lögum segir um markmið stofnunarinnar að hún skuli„stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félags- legri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu". Tvennt má undirstrika í þessum mark- miðum;„lýðræðisleg umræða"og„félagsleg samheldni."Öllum má vera Ijóst að hvorki stuðli það að lýðræðislegri umræðu né fjölmiðlavalds félagslegri samheldni að RÚV efni til aðfarar að forsætisráðherra landsins og knýi hann til afsagnar. En einmitt það gerði RÚV á vormánuðum.Til að ná fram markmiði sínu notaði fréttastofa RÚV lygar og blekkingar og þverbraut eigin siðareglur. f siðareglunum RÚV segir: „Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni eða dagskrárgerð sann- reynir að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum." ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 31

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.