Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 34

Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 34
Jóhannes Kr. sveiflaði Ijósritum og krafði Sigmund Davíð svara á stundinni um félag sem stofnað var fyrir nærri áratug og alfarið í eigu Önnu Sigurlaugar. Eðlilega kom forsætisráðherra illa út úr viðtalinu. Til þess var leikurinn gerður. Fyrirsát af þessu tagi tíðkast ekki í fjölmiðlum nema í algerum undantekningatilfellum , til dæmis þegar flett er ofan af barnaníði, vændi eða öðrum lögbrotum. í aðförinni voru heimildir affluttar og ósanngirni var reglan í vali á heimildamönn- um og framsetningu og efnistökum frétta. Fyrirsát í rádherrabústaðnum Um miðjan mars hófst ferli sem lauk með afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra 5. apríl. Rás atburðanna hófst með því að sænskur sjónvarpsmaður fékk viðtal við forsætisráðherra á fölskum for- sendum. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðn- um viðTjarnargötu ll.mars. Sænski sjónvarpsfréttamaðurinn Sven Bergman útskýrði í upphafi viðtalsins að hann vilji ræða við Sigmund Davíð almennt um eftirmál hrunsins. Þetta kemur skýrt fram í upptöku af undirbúningi viðtalsins sem norska dagblaðið Aftenposten sýndi, en sá hluti var aldrei sýndur í RÚV. Sigmundur Davíð spurði þann sænska um hvað viðtalið eigi að vera. Sven svaraði á ensku að viðtalið snúist um hrunið og endur- reisn íslands. Fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók sér sæti fyrir framan upptökuvélarnar færði Sven talið að erlendu eignarhaldsfélagi sem eiginkona forsætisráðherra, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, stofnaði áður en Sigmundur Davíð hóf afskipti af stjórnmálum. Eignarhalds- félagið Wintris var stofnað um föðurarf Önnu Sigurlaugar árið 2007. Fjölmargir íslendingar stofnuðu reikninga af þessu tagi á þessum tíma enda héldu viðskiptabankar þessari þjónustu að efnafólki. Anna Sigurlaug er erfingi Toyota-umboðsins og sterkefnuð. Sigmundur Davíð vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sven þýfgaði hann um Wintris, sem stofnað var fyrir níu árum. Til að gera senuna enn skrítnari kom inn í viðtalið fyrrum starfsmaður RÚV, Jóhannes Kr. Kristjánsson, og tók yfir stjórnina af þeim sænska. Jóhannes Kr. var í ráðherrabústaðn- um undir því yfirskini að vera aðstoðar- maður Sven Bergman. Jóhannes Kr. sveiflaði Ijósritum og krafði Sigmund Davíð svara á stundinni um félag sem stofnað var fyrir nærri áratug og alfarið í eigu Önnu Sigurlaugar. Eðli- lega kom forsætisráðherra illa út úr viðtalinu. Til þess var leikurinn gerður. Fyrirsát af þessu tagi tíðkast ekki í fjölmiðlum nema í algerum undantekninga- tilfellum, til dæmis þegar flett er ofan af barnaníði, vændi eða öðrum lögbrotum. Síðar átti eftir að koma á daginn að Jóhannes Kr. var í verktöku hjá RÚV við að framleiða þennan þátt. Viðtalið við Sigmund Davíð var fengið á fölskum forsendum og logið var til um viðfangsefnið. Raðfréttir til að halda málinu á „lífi" Skjölin sem Jóhannes Kr. veifaði framan í Sigmund Davíð í fyrirsátinni 11. mars voru hluti svokallaðra Panama-skjala sem lekið var til valdra fjölmiðla á Vesturlöndum. Panama- skjölin eru upplýsingar um reikninga sem efnafólk um víða veröld átti í gegnum lög- fræðistofuna Mossack Fonsecka í Panama. Jóhannes Kr. Kristjánsson hafði fengið í gegnum félag sitt, Reykjavík Media, aðgang að þeim hluta skjalanna sem snertu íslend- inga. Samkomulag var á milli þeirra sem fengu aðgang að skjölunum að engar fréttir skyldu berast af innihaldinu fyrr en 3. apríl. Jóhannes Kr. gerði samning við RÚV um að þáttur um Panamaskjölin yrði sýndur í Kastljósi sunnudaginn 3. apríl. Fréttastofa RÚV tókað sér að halda„lífi" í málinu frá því að viðtalið við Sigmund Davíð 32 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.