Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 37

Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 37
Þetta var beinlínis rangt. Brynjar óskaði ekki eftir þingflokksfundi. Hann var í sumar- bústað þessa páskahelgi og sá sig knúinn að birta bloggfærslu strax eftir hádegisfréttirtil að taka af öll tvímæli vegna matreiðslu frétta- mannsins á viðtalinu. Brynjar skrifaði: „Vitnað var í mig í fréttum RÚV fyrr í dag vegna eigna eiginkonu forsætisráðherra og krafna hennar í slitabúin. Mér fannst það ekki mikil frétt enda sagði ég ekkert annað en sem öllum er Ijóst. Umræðan um málið er óþægileg fyrir ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir komast því ekki hjá því að fara yfir málið og ræða það, sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu. Ég hef ekki opinberlega tekið efnislega afstöðu til málsins enda veit ég ekki allar staðreyndir þess. Mér finnst hins vegar afar langsóttar kenningar um vanhæfi ráðherrans. Þá er ekki hægt að halda því fram að ráðherrann hafi misfarið með vald í framgöngu sinni gagnvart slitabúunum, hvað þá að aðrir hagsmunir hafi ráðið en almannahagsmunir, sem er auðvitað aðalatriðið. Ég get hins vegar alveg skilið óánægju margra að þessar hagsmunaupp- lýsingar hafi ekki legið fyrir. Ég vil hins vegar taka það fram, ef einhver skyldi vera í vafa eftir fréttina, að ég er mikill stuðnings- maður þessarar ríkisstjórnar sem og for- sætisráðherra enda hefur þessi ríkisstjórn unnið þrekvirki í stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar." Þessa eindregnu stuðningsyfirlýsingu Brynjars við forsætisráðherra hafði RÚV að engu enda var dagskipun á fréttastofunni að keyra málið áfram þannig að Sigmundur Davíð væri sekur maður og nyti ekki trausts, ekki einu sinni hjá samstarfsflokknum í ríkisstjórn. RÚV heldur herferðinni áfram Umræðan um vanhæfi sem RÚV hóf gegn forsætisráðherra var slegin út af borðinu af Sigmundurgrafi undan efnahagslegu fullveldi O25.03J2Ö16-19:43 lml*m Wnati-mM SQ&rm# f <# „En þjóðarljölmiðillinn var ekki afbaki dottinn og fann sér nýja viðhlæjendur Istjórnarandstöðunni og þar var ósvífnin með eindæmum." lögfræðingum án þess að fréttir yrðu sagðir af því í RÚV. En þjóðarfjölmiðillinn var ekki af baki dottinn og fann sér nýja viðhlæjendur í stjórnarandstöðunni og þar var ósvífnin með eindæmum. Kvöldfréttir RÚV 25. mars hófst með þessari fyrirsögn: „Forsætisráðherra grefur undan efnahags- legu fullveldi íslands með því að styðja við starfsemi skattaskjóla. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaðurVinstri grænna." Þessi frétt var fyrsta fréttin í fréttatíma kvöldsins. Það þýðir að þjóðarfjölmiðillinn taldi ekkert eiga brýnna erindi við almenning í landinu að en þessi hugljómun þingmanns Vinstri grænna. Sigmundur Davíð reyndi að bera hönd yfir höfuð sér vegna fársins sem búið var til á Efstaleiti. Þann 27. mars birti hann ítarlega skýringu á sinni hlið málsins á heimasíðu sinni. Sem fyrr lagði RÚV sig fram um að snúa út úr orðum forsætisráðherra. í hádegisfrétt var tekið fram að texti forsætisráðherra sé heilar„12 útprentaðar blaðsíður."Forsætis- ráðherra sendi ekki út prentað efni heldur birti hann textann á heimasíðu sinni. í stað þess að segja efnislega frá greinargerð for- sætisráðherra gerði fréttamaður það sér að í stað þess að segja efnislega frá greinargerð forsætisráðherra gerði fréttamaður það sér að leik að prenta út textann, telja blaðsíðurnar og gefa þannig til kynna að Sigmundur Davíð væri að grafa sannleikann í orðahrúgu. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.