Þjóðmál - 01.06.2016, Page 49

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 49
var því ekki í ósamræmi við hugmyndir hans um umfangsmikla einkavæðingu og tak- mörkun ríkisafskipta. Deilt um dreift eignarhald Eins og áður segir reyndu pólitískir and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins að halda því fram að ástæða þess að Davíð Oddsson hefði talið æskilegt að setja reglur til að tryggja dreifða eignaraðild, hafi verið persónuleg óvild hans í garð þekkta athafna- manna. Þetta eru staðhæfingar sem eiga sérekki stoð. Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins sagði þetta berum orðum í viðtali við Dag, 12. ágúst: Ég hef ekki trú á því, að gerlegt sé að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild, sem halda þegar fram í sækir. Ég er alveg viss um, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefði aldrei orðað þessa lagasetningu ef þeir sem eru að kaupa fjórðung í FBA væru honum þóknanlegir. Ég tel, að þetta tal for- sætisráðherra um lagasetningu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni Jóni Ólafssyni í Skífunni að kauþa hlutabréf. Ásta Ragn- heiður Jóhannes- dóttir gekk ekki jafnlangt og Sighvatur, félagi hennar. Þing- menn Samfylk- ingarinnar stóðu hins vegargegn því að setja reglur um dreift eignarhald, þvert á fyrri yfirlýsing- ar.Tilraunir til að tryggja dreifingu meðal eigenda fjármálastofnana, voru ekki aðeins til að koma í veg fyrir að Jón Ólafsson eignaðist hlut í banka heldur taldi Ásta Ragnheiður að verið væri að standa vörð um Kolkrabbann. Spurningu Dags um dreifða eignaraðild svaraði þingmaðurinn þannig að það sé mjög erfitt og nánast ekki hægt: Verðbréfamarkaðurinn á íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess, að hlutur ríkisins, það er almennings í fjármálafyrirtækjum eins og til dæmis Fjárfestingarbanka atvinnulífsins myndi lækka stórlega í verði. Greinilegt er þó, að Kolkrabbinn er uggandi yfir stöðu þessa máls. Ágúst Einars- son, fyrrverandi þingmaðurog einn helsti hug- myndafræðingur Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur, sem rann inn í Samfylkinguna, gerði hugmyndir Davíðs Odds- sonar um dreifða eignaraðild að umfjöllunarefni á bloggsíðu sinni í ágúst 1999. Flann taldi „uppgötvun" sjálfstæðismanna, að það sé fámennisvald í íslensku atvinnulífi, furðulega og til þess hefði þurft kaup huldumanna á hlut í FBA til að opna augu þeirra. Þegar Ágúst skrifaði pistilinn var enn ekki Ijóst hverjir væru raunverulega á bakvið kaupin. Ágúst skrifaði meðal annars: Nú vaknar forsætisráðherra og talar um nauðsyn á dreifðri eignaraðild. Flvar var hann þegar málin voru í pólitískri umræðu á Alþingi og ákvarðanirteknar? Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn hafa nefnilega aldrei viljað dreifða eignaraðild. Þeir vilja aðeins að eignaraðildin sé í réttum höndum. Nú þegar ekki er vitað hvort nýir aðilar séu þeim pólitískt eins nátengdir og flestir aðrir þá á að kippa í spotta. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 47

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.