Þjóðmál - 01.06.2016, Page 52

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 52
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Thor Björgólfsson óflokksbundinn og Magnús Þorsteinsson flokksbundinn framsóknar- maður. Þótt þeir Davíð og Björgólfur Guð- mundsson væru flokksbræður, voru engin sérstöktengsl á milli þeirra, þótt þeir væru engir óvinir. Björgólfur Guðmundsson hafði verið kosningastjóri Alberts Guðmundssonar í harðsóttu prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosn- ingar 1982, þegar Albert keppti við Davíð um fyrsta sætið. Mennirnir í S-hópnum tengdust ekki Davíð, en voru sumirtengdir Framsóknarflokknum. „Verndarhringur" um stórfyrirtæki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þá forsætis- ráðherraefni Samfylkingarinnar, dró skýrar línur milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylk- ingarinnar á fundi í Borgarnesi sunnudaginn 9. febrúar 2003. Ræðan, sem síðar varð þekkt undir heitinu Borgarnesræðan, markaði hins vegar meiri þáttaskil í samskiptum íslenskra viðskiptajöfra og stjórnmálamanna, en í hugmyndabaráttu stjórnmálaflokka. Davíð Oddsson hélt því fram í þingræðu 23. apríl 2004 að með ræðunni hefði forsætisráðherra- efni Samfylkingarinnar slegið„sérstakan verndarhring"um fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Baug og Kaupþing. Gagnrýni Davíðs var hörð og óvægin. Margir töldu að hann hefði gengið of langt. Um það verður hins vegar ekki deilt að ákveðin og náin tengsl mynduðust milli áhrifamanna í viðskiptalífinu og Samfylkingarinnar eftir að Baugsmálið hófst. Ingibjörg Sólrún virðist þó alla tíð hafa haldið ákveðinni flarlægð milli sín og viðskiptajöfra, þótt sumir andstæð- ingar hennar hafi reynt að halda öðru fram. Föstudaginn 21. nóvember eða ellefu mánuðum eftir Borgarnesræðuna, gekk Davíð Oddsson forsætisráðherra, inn í afgreiðslusal Kaupþings við Austurstræti og tók út 400 þúsund króna inneign sína til að mótmæla því sem hann sagði ótrúlegar kaupréttargreiðslurtil æðstu stjórnenda Kaupþings. Björn Bjarnason kallaði peninga- úttekt Davíðs áhrifamesta atvik ársins 2003. f samtali við Morgunblaðið daginn eftir sagðist Davíð ekki geta hugsað sér að eiga fé í banka sem„gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti". Úttekt Davíðs af reikn- ingi sínum í Kaupþingi var kannski sjálfgerð í Ijósi þess sem á undan var gengið. Flann hafði opinberlega sýnt að hann hafði illan bifur á ýmsu því sem náð hafði að festa rætur í íslensku viðskiptalífi. Engum gat dulist að ýmislegt í háttsemi íslenskra viðskiptajöfra fór fyrir brjóstið á forsætisráðherranum. Viðurkenna mistök Tæpum 10 árum eftir að nokkrir helstu talsmenn Samfylkingarinnar reyndu að gera hugmyndir Davíðs Oddssonar um dreift eignarhald tortryggilegar, sagði Geir H. Haarde, þá formaður Sjálfstæðisflokksins, að stærstu mistök flokksins fyrir hrun bankanna hafi verið að hverfa frá hugmyndunum. I setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 26. mars 2009 sagði Geir meðal annars: Þegar eigendur bankanna gerðust umsvifa- miklir í atvinnulífinu og eignatengsl milli viðskiptablokka urðu gríðarlega flókin og ógegnsæ var stöðugleika bankakerfis- ins ógnað. Hefðum við sjálfstæðismenn haldið fast við okkar upphaflega markmið 50 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.