Þjóðmál - 01.06.2016, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2016, Side 57
AUÐLINDIR Bjarni Jónsson Gallað auðlindamat Verkefnastjórn um Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda skilaði af sér áfangaskýrslu um 3. áfanga Ramma- áætlunar 31. marz 2016, og segja má, að um snemmbúið aprílgabb hafi verið að ræða vegna þeirra einhæfu sjónarmiða, sem þar tröllríða húsum. Hér verða leidd að því rök, að skýrsluna skorti vísindalegan trúverðugleika og sé jafnvel meira í ætt við fúsk en vísindi. Verkefnastjórn í öngstræti Segja má, að Verkefnastjórnin hafi illilega skotið sig í fótinn með skýrslunni og þar með staðfest gagnrýni á tilvistarrétt sinn og það fyrirkomulag, sem nú er við lýði um frum- mat á auðlindanýtingu á landi hér. Skýrslan er einhliða mat á„verndargildi" nokkurra staða, en sleppt er í þessum áfanga að leggja mat á samfélagslegt og efnahagslegt gildi nýtingaraf öðrum toga en fyrirferðaþjónustu og útivist. Þá er sleppt frummati á tugum virkjanakosta, sem Orkustofnun lagði fyrir Verkefnastjórn að leggja frummat á. Verk- efnastjórn þessi er nú komin í öngstræti, enda getur hún ekki sinnt hlutverki sínu með núverandi aðferðarfræði. Ný umhverfisógn Nú er reyndar komið í Ijós, að stærsta ógnin við náttúru landsins er fólgin í skipulagslítilli áníðslu og átroðslu óhefts ferðamannafjölda. Þessu hefurfráfarandi Landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, lýst á áhrifamikinn hátt þannig, að ferðageirinn sé nú að ræna framtíðarkynslóðir landinu. Það er ámælis- vert, hversu hægt gengur að koma við nægilegum mótvægisaðgerðum gegn land- spjöllunum. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 55

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.