Þjóðmál - 01.06.2016, Page 65

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 65
MANNLÍF, TRÚ OG MENNiNG Þorsteinn Antonsson Nýlendulok Bréf til dóttur um málefni araba og gyðinga i. Ég hef gaman að því að rekja staðanöfn til uppruna síns. Vinur minn heitinn í Hveragerði, Gunnar Dal, komst langt í leit sinni að yfirsýn með því að búa sér til eigið sjónarhorn á heimssöguna með þessum hætti, því fylgdi mikill fróðleikur að hlusta á hann í morgunkaffi í Eden hér í Hveragerði, þegar hann rakti sig aftur í fortíðina svo árþúsundum skipti með því helst að tilfæra uppruna orða. Til dæmis var hann ekki í vafa um að nafnið ísland ætti ekkert skylt við ís, heldur væri um sama orðstofn að ræða og í nöfnunum ísak, ísrael, Istanbúl, ísis sem er gyðja, íslam sem er trúflokkur - o.s.frv. Öll þessi nöfn tengdi hann svo rúninni „ís" sem á ekkert skylt við klaka. Skv. þessu áliti er það röng þýðing á nafni landsins að kalla það á ensku lceland heldur ætti rithátturinn að vera óbreyttur þótt væri skrifað á Ensku. Þú býrð í Stuttgart í Þýskalandi og átt að öllum líkindum eftir að gera það lengi enn. Nafnið er samsett og merkir stóðrétt. Það er rakið aftur á 10. öld og rithátturinn hefur breyst síðan eins og að líkum lætur. Á þeim tíma var þetta landsvæði að mestu úthagi og á því einkum útbeit hrossa. Það er flestra álit að íslendingar hafi blandast fólki af öðru þjóðerni allt frá því að landið byggðist á 10. öld og síðan. Bretar og Frakkar stunduðu veiðar hér við land um aldir. í áhöfum skipana hafa vafalaust verið menn úr nýlendum beggja þessara þjóða. Nýlendurnar voru margar á þessum tíma og lágu víða og því ekkert líklegra en áhafnir skipa þessara þjóða sem sigldu um veröld víða eftir varningi væru af mörgu þjóðerni og frumbyggjarfjarlægra landa verið meðal áhafna skipa sem sigldu á íslandsmið fyrr á öldum. Eins og gildir í nútímanum á íslandi hefur slíkt aðkomufólk frá hinum fjarlægari löndum fremur sinnt hinum lakari verkum um borð en franskir eða breskir sjómenn líka hafi fremur siglt suður á bóginn en á íslandsmið hafi þeir átt þess kost. Nokkur samgangur var svo milli áhafna og heima- manna eins og að líkum lætur. fslendingar kunna því að eiga forfeður frá hinum fjarlæg- ari löndum en eins og þú veist töldust þessar helstu nýlenduþjóðir eiga lendur þar sem frumbyggjarnir voru af stofni Maiora (Nýja- Sjáland), einnig Búskmenn (Suður-Afríka), Grikkir, Palestínuarabar. Jafnvel Kína taldist nýlenda Breta fram yfir aldamótin 1900. Alveg síðan ég fór að vita af mér og umheiminum hefur mér fundist austurlensk mannlíf standa mér nær en samlandar mínir hvort sem það er fyrir erfðir eða af öðrum ástæðum. Sama álit hafði móðir mín á þjóðerninu enda langt að komin eftir skaplyndi og útliti að dæma þótt væri upprunnin í Borgarfirði vestra eftir kirkjubókunum. Föðurfólk hennar telst til Stóra-Fjallsættar úr ofanverðum Borgar- firði og þangað sótti hún helst sín einkenni eftir því sem hún trúði sjálf. Langafi, Björn Finnbogason Kristoferssonarfrá Stóra-Fjalli í Borgarfirði, flutti norður í Húnavatnssýslu ungur að árum til búsetu og tveir bræður hans fylgdu á eftir og þar næst eina systir þeirra. Á þeim tíma fluttu margir íslendingar hópum saman til Vesturheims. Lárus afi var sonur þessa Björns sem varð bóndi í Hnaus- ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 63

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.