Þjóðmál - 01.06.2016, Side 74

Þjóðmál - 01.06.2016, Side 74
Meirihluti borgarstjórnar braut siðareglur Ég sat sem áheyrnarfulltrúi í bílastæðanefnd þegar samningurinn við Miðborg- ina okkar var gerður á árinu 2015 og taldi að ekki væri hægt að gera slíkan samning enda lá fyrir álit umboðs- manns borgarbúa frá fyrra kjörtímabili, þ.e. 10. janúar 2014. Bókaði ég þá afstöðu mína á tveimur fundum nefndarinnar. Af bókun meirihlutans, þ.e.Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Bjartrarframtíðar, sem gerð var samhliða samþykki meirihlutans á samningnum 2015 er Ijóst að þau ætluðu bara seinna eða á árinu 2016 að fylgja reglum og samþykktum borgarinnar en bara ekki núna. Það varð hins vegar ekki raunin, því þau brutu reglurnar bæði 2015 og 2016, eins og fram kemur í áliti umboðsmanns borgarbúa. Ég er algjörlega sammála niðurstöðu umboðsmanns borgarbúa í áliti hans frá 3. júní sl. að það hafi verið verulega ámælisvert að samningarnir hafi verið gerðir án tillits til niðurstöðu hansíálitifrá 10.janúar 2014enda bílastæðanefnd grandsöm um ólögmæti samninganna a.m.k. frá þeim tímapunkti þegar hann kynnti niðurstöðuna. Samningsgerðin öll, aðdrag- andi hennar og ákvarðana- taka hafi verið í verulegri andstöðu við vandaða stjórn- sýsluhætti enda fól hún í sér ógagnsætt ferli við meðferð opinberra fjármuna, þvert á tilmæli. Þá er ég sammála áliti umboðsmanns borgar- búa„að þeir kjörnu fulltrúar sem samþykktu að ráðstafa fjármunum Bílastæðasjóðs til Miðborgarinnar okkar, þrátt fyrir að vera grandsamir um að sú ráðstöfun væri ólög- mæt, hafi brotið gegn 2. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg." Fundur bílastædanefndar 15. maí 2015 Á fundi bílastæðanefndar 15. maí 2015 samþykktu Kristín Soffía Jónsdóttir Samfylkingunni, Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn- um, ÞórgnýrThoroddsen Pírötum og Elsa Hrafnhildur Yeoman Bjartri framtíð svar til umboðsmanns borgarbúa, dags. 15. maí 2015. Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki sat hjá. Ég hafði ekki atkvæðisrétt enda áheyrnarfulltrúi en lagði fram bókun. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, leggurfram svohljóðandi bókun: „Áheyrnarfulltrúi Framsókn- ar og flugvallavina telur að ekki sé hægt að endurnýja samning við Miðborgina okkar fyrir árið 2015 á þeim grundvelli sem til stendur að gera." Fundur bílastædanefndar 29. maí 2015 Á fundi bílastæðanefndar 29. maí 2015 samþykktu Sóley TómasdóttirVinstri grænum, Kristín Soffía Jónsdóttir Samfylkingunni, Þórgnýr Thoroddsen Pírötum og Elsa Hrafnhildur Yeoman Bjartri framtíð samstarfssamning við Miðborgina okkar. Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki sat hjá. Ég hafði ekki atkvæðisrétt enda áheyrnarfulltrúi en lagði fram bókun. 72 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.