Þjóðmál - 01.06.2016, Page 83

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 83
forsetans þá er rétt og eðlilegt að um leið og þjóðin gengur til atkvæða nú í sumar um fjölmiðlalögin þá verði hún einnig spurð um afstöðu til málskotsréttarforseta íslands og hvort heimila eigi að tilskilinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu." Þrjár höfuðsyndir í alþingiskosningunum 2013 hrundi fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sérstak- lega. í kosningunum 2009 fengu þessir flokkar samtals 51,5% atkvæða en fjórum árum síðar aðeins tæp 24%. Fylgishrunið var sögulegt hjá Samfylking- unni sem fór úr tæpum 30% atkvæða í 13%. Fram til þessa hefur Samfylkingin ekki náð að rétta úr kútnum en töluvert bjarta er yfir Vinstri grænum, sem margir rekja til persónu- fylgis Katrínar Jakobsdóttur formanns. Margar skýringar hafa verið settar fram á fylgishruni vinstri flokkanna. Engin er einhlýt en Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér á vef- síðu sinni - styrmir.is - hvað hafi gerst í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem geti hugsanlega skýrt þetta fylgistap. Styrmir skrifaði 31. mars síðastliðinn meðal annars: „í þremurtilvikum sýndi sú ríkisstjórn virðingarleysi gagnvart þeim viðhorfum um lýðræðislega stjórnarhætti, sem hafa verið að ryðja sér til rúms á seinni árum. í fyrsta lagi sótti hún ekki beint umboð til Styrmir heldur því fram að þetta séu „þrjár höfuðsyndir jafnaðarmanna- flokks, sem að öðru leyti vísar stöðugt tii mikilvægis lýðræðislegra vinnubragða". þjóðarinnar áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu, heldur felldi beinlínis tillögu þar um á Alþingi. i öðru lagi eyðilagði hún umboð hins svonefnda stjórnlagaráðs með því að efna ekki til nýrra kosninga um það eftir að Flæstiréttur hafði dæmt kosningu stjórn- lagaráðs ógilda en skipaði sama fólk í þess stað. í þriðja lagi reyndi hún að knýja fram samn- inga um lcesave án þess að spyrja þjóðina." Styrmir heldur því fram að þetta séu„þrjár höfuðsyndir jafnaðarmannaflokks, sem að öðru leyti vísar stöðugt til mikilvægis lýðræðislegra vinnubragða". Skýringar Styrmis eru trúverðugar ekki síst þegar fyrirheit forustumanna um aukið lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur eru höfð í huga. Þegar þeir höfðu síðan tækifæri til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd varð ekkert úr, heldur þvert á móti unnu þingmenn og ráðherrarflokkanna gegn því að almenningur gæti komið beint að málum, hvort heldur er varðar lcesave-samningana eða umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Takmarkanir á eignarhaldi haldlítil úrræði Takmarkanir á eignarhaldi hafa reynst haldlítið úrræði annars staðar í Evrópu og margar þjóðir eru frekar að rýmka slíkar reglur en þrengja. Staðreyndin er sú að tiltölulega auðvelt reynist að fara í kringum þær eða þá að þær þrengja um of að möguleikum fjöl- miðla til þess að afla fjármagns til vaxtar og þróunar. Áherslan hefur í þess stað færst á að efla sjálfstætt almannaútvarp og sjónvarp sem er óháð stjórnvöldum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar um fjölmiðlalögin ígrein í Morgunblaðinu 25.júní2004. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 81

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.