Þjóðmál - 01.06.2016, Qupperneq 85

Þjóðmál - 01.06.2016, Qupperneq 85
Hindúa. Eimskipið Drachenfels frá Hansa- línunni var í höfn. Kyndararnir á því voru Hindúar. Ég flýtti mér niður að höfn og fór um borð í Drachenfels. Hindúarnir um borð skildu mig ekki, þegar ég fór að tala við þá um þing. Ég reyndi aðra aðferð. „Gaman að söngstelpum, ha? Gaman að litlu krílunum, singsong-baby? Bara koma með mér! Alveg gratís!" Þrír af Indverjunum voru fúsir til að koma með mér.Tveir þeirra voru alskeggjaðir lubbar. Sá þriðji var skegglaus, en skininn eins og beinagrind. Þeir voru allir með óhreina túrbana og skyrturnar lafandi utan yfir buxunum. Þeir sleiktu út um í eftirvæntingu og fylgdu mér út í leigubíl. Við ókum beint til þingsins. „Komið þið inn," sagði ég.„Sjá singsong- baby. Hér er staðurinn." Hinir þrír voru agndofa, er þeir sáu, að þeir voru komnir inn í stóran sal, fullan af mönn- um, sem sátu kengbognir yfir skjölum. Þeir störðu ruglaðir á alla rauðu fánana í kring. Ég teymdi fórnarlömbin mín fram hjá borðinu, sem alþjóðaráðið sat við og upp á ræðupall- inn. Trumbur voru barðar og síðan varð þögn. ErnstWollweber, forseti þingsins, stóð upp og tilkynnti rymjandi rómi, að þrátt fyrir tilraunir Scotland Yard til að koma í veg fyrir þátttöku indversku sendinefndarinnar hefði indversku félögunum tekist að finna leið til að sækja fundinn. Að lokum æpti hann: „Fulltrúi sambands hafnarverkamanna í Kalkútta hefur nú orðið." Hindúarnir þrír stóðu á pallinum og kímdu sauðslega. Ungi Bandaríkjamaðurinn, Mike Appelman, tók nú málið í sínar hendur. Hann sneri sér að Hindúunum og yggldi sig voðalega.„Hvað lengi vinna?" hvislaði Mike og var hinn hryss- ingslegasti. „Sex til sex," svaraði einn Hindúinn. „Indverski félaginn segir að heimsvalda- ræningjarnir neyði indverska verkamenn til að vinna óslitið frá klukkan sex að morgni til sex að kvöldi, eða með öðrum orðum, minnsti vinnutími er tólf stundir á dag — og sjö daga á viku," túlkaði Appelman til áheyrendanna. „Hvað mikið borga?" sagði Appelman við Hindúann með glefsi.„Þrjú pund." „Indverskir öreigar verða að strita í 360 stundir á mánuði fyrir 60 shillings eða með öðrum orðum tuttugu og fjórar klukkustundir fyrir einn dollar," tilkynnti Appelman þingheimi. „Hvað borða kvöldmat?" spurði hann Hindúana. „Hrísgrjón." „Þeir eru fóðraðir eins og skepnur. Þrisvar sinnum á dag fá þeir handfylli af hrísgrjónum. Það er matarskammtur indversku félaganna," þrumaði Appelman.„Viltu meiri peninga? Betri mat? Taka í lurginn á húsbóndanum?" spurði hann. Hindúinn starði. Síðan glotti hann og kinkaði kolli. „Indversku verkamennirnir lýsa því yfir, að þeir séu fúsir til að hefja þátttöku í stétta- baráttunni, baráttunni um hærra kaup og styttri vinnutíma, baráttu sósíalismans gegn ránsaðferðum auðvaldsins, baráttunni til verndar Ráðstjórnarríkjunum gegn árásum hákarla heimsvaldastefnunnar," lét Appelman drynja. Þingheimur æpti og klappaði. Hljómsveitin lék Alþjóðasöng verkamanna, Nallann, og fulltrúar risu á fætur og sungu. Hindúunum þremur var hrint út úr salnum í flýti. Við útgöngudyrnar vildu þeir fá að vita, hvenær þeirfengju að sjá þessi„singsong-baby" sem þeim hafði verið lofað. „Hypjið ykkur, ræflarnir ykkar," var sagt. „Snáfið um borð í skipið." Richard Krebs, sem skrifaði undir dulnefninu Jan Valtin, átti ævintýralegt líf sem erindreki Alþjóðasambands kommúnista í Þýskalandi og Danmörku og njósnari fyrir Gestapo, leynilögreglu nasista. Hann upplýsir um tengsl danskra verkalýðs- foringja við Kremlverja og segir frá mönnum, sem síðar hlutu frama í leynilögreglu Austur-Þýsklands. Hann Ijóstrar upp um það, að kommúnistsellur, sem unnu á skipum Eimskipafélags íslands, fluttu leyniskjöl á milli landa. Emil Thoroddsen þýddi á íslensku. Þegar þessi bók kom fyrst út á íslensku 1941, kröfðust íslenskir kommúnistar þess, að hún yrði bönnuð. Almenna Bókafélagið hefur endurútgefið bókina sem er til sölu í helstu bókabúðum. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.