Þjóðmál - 01.06.2016, Page 87

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 87
Þriðja jíhadið Islömsk þjóð er meðal okkar í Noregi, Medínu-þjóð. Þessari útgáfu íslams hefur verið leyft að verða mikilvægustu trúar- brögð Noregs og Evrópu. Það hefur gerst með hjálp velmeinandi, auðtrúa og afar illra upplýstra stjórnmálamanna. Þessi trúarbrögð eru mikilvægari og sterkari en kristnin, ekki vegna fjöldans sem ástundar þau, heldur vegna þess að tilbeiðendur þeirra hafa innilega og ástríðufulla sannfæringu fyrir því að þau tilheyri ofurþjóð sem á ítök um allan heim. Þessi trúarbrögð eru mikilvægust því þau krefjast meira rýmis en öll önnur trúarbrögð eða hópar. Þessi trúarbrögð eru mikilvægust því þau biðja ekki með auðmýkt um sérmeðferð, heldur krefjast þau með árásargjörnum hætti að fá pláss fyrir kennisetn- ingar sínar, hvort heldur er innan mataræðis, í klæðaburði, í andstöðu við jafnrétti kvenna, mannréttindi samkynhneigðra og frjálsa hugsun. Þau eru mikilvægust því áhangend- ur þeirra ráðast ekki inn í Noreg og Evrópu. Þeir flytjastþangað og skapa þar sín eigin samfélög. Síðast en ekki síst þá eru þau mikil- vægust því viljinn meðal áhangenda þeirra til að sýna árásargirni og jafnvel beita ofbeldi gegn gagnrýnendum þeirra, lamar umhverfi þeirra. Þannig er þetta til að mynda í litla bænum Larvík í Noregi þar sem hinir almennu borg- arar þora ekki að rísa upp gegn fyrirætlunum um að reisa þar risastóra moskubyggingu sem þau með réttu óttast að muni eitra hugi ungra sálna í bæjarfélaginu. Ég reikna með að margir hafi hugsað það sama og ég: Hver verður hin opinbera ásýnd Noregs þann dag - og sá dagur mun koma - þegar hlutfall Medínu-múslima í samfélag- inu hefur tvöfaldast eða þrefaldast frá því sem það er í dag? Munum við sem þjóðfélag halda áfram að hrekjast undan í flæmingi og óttast að standa upp gegn hinu nýja alræði í ótta við r(asista) og í(slamófóbista)-stimplana? Hérna skal ég sjálf leggast flöt og viður- kenna skömm sem ég hef borið með mér allar götur síðan 1996. Fyrst vil ég þó taka fram að ég ber enn með mér sömu afstöðu- grunngildi í dag og ég gerði þá. f stuttu máli má lýsa þeim svo: Ég þoli ekki óréttlæti og ofbeldi, alveg sama gegn hverjum slíkt er framið. Ég er eldhugi hvað varðar að halda uppi vörnum fyrir hið opna, frjálsa lýðræðis- samfélag. Þar að auki er ég fríhugsandi og heyri hvergi til neinna stjórnmálaflokka né annarra hópa á litrófi stjórnmálanna. Þarna á tíunda áratugnum var ég vafalítið haldin góðum skammti af stjórnmálalegum barnaskap (naívisma). Ég skilgreindi mig á vinstri vængnum meðal„hinna góðu mann- vina og andrasista." Með öðrum orðum, ég var ansi eineygð. Bók mín,,Mashallah. Ferðaiag meðalkvenna íPakistan"var þarna árið 1996 að koma út. Þetta var fyrsta bók mín um konur meðal innflytjenda og afleiðingar innflytjendastefnunnar. Norska Dagbladet tók við mig viðtal vegna útkomu bókarinnar. Dvöl mín í Pakistan hafði orðið mértilefni til mikillar vakningar. Myndin af„hvítum sem beita dökkt fólk misrétti" var brotin í þúsund mola. I návígi hafði ég orðið vitni að húðlitsáráttu sem var svo mikil að ég hafði ekki getað ímyndað mér að slík viðhorf væru til. Þessari áráttu má lýsa þannig: Þess Ijósari húð sem þú ert með, þess hærri stöðu færðu innan samfélagsins og þess fallegri þykir þú vera.’ Auk þessa hafði mér skilist að mestu áskoranir við aðlögun innflytjenda frá íslömskum heiðursmenningarsamfélögum fólust ekki í því að norskt samfélag lokaði á fólkið. Þær snerust um að hluti af þeirra eigin fólki í þeirra röðum lokaði þau inni með virkum aðgerðum og hótunum. Fulltrúar feðraveldisins setja eiginkonur og dætur út á jaðarinn og einangra þær til að koma í veg 1 Þetta fyrirbæri þekkjum við frá Viktoríutímanum á Bretlandi á 19. öld þar sem yfirstéttarkonur báru sólhlífar gegn sólskini svo þær yrðu ekki sólbrúnar. Ljós húð var merki um háa félagslega stöðu. Húð- liturinn sýndi að slíkt fólk væri ekki meðal þeirra sem þyrftu að vinna útivið en það urðu sólþrúnir fátæklingarnir að gera. Þetta er hluti skýringar- innar á þessum viðhorfum í Pakistan. Sjá einnig bókina Dýrmætast er frelsið eftir Hege Storhaug (Bókafélagið Ugla, 2008), bls. 52 og 268. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 85

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.