Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 93

Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 93
Ellefta landsplágan íslam Den 11. landeplage Hege Storhaug: Þjóðarplágan íslam. Magnús Þór Hafsteinsson þýddi.Tjáningar, Reykjavík 2016,423 bls. Jón Magnússon Fljótlega eftir að bókin „Islam den I l.lande- plage" eftir Hege Storhaug, kom út í Noregi sendi vinur minn sem þar er búsettur mér bókina. Ég hafði áður lesið bókina„Það dýrmætasta erfrelsið" eftir sama höfund í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fyrrum alþingismanns og fundist hún eftir- tektarverð. Fljótlega eftir að ég hóf lestur bókarinnar„Islamden ll.landeplage" taldi ég nauðsynlegt að bókin yrði þýdd á íslensku og gefin út hér á landi. Ég hafði samband við Magnús Þór og spurði hann hvort hann hefði lesið bókina og þá var hann byrjaður á því og hafði síðan samband og sagði að sérfyndist þetta vera bók sem nauðsynlegt væri að koma á framfæri hér á landi. Ranghugmyndir og þöggun í kringum heildarhyggju er þrúgandi fyrir hugsandi fólk sem hefur nennu til að kynna sér það sem er að gerast í íslamska heiminum og hvernig öfgarnar hafa nokkuð hratt en mjög örugg- lega tekið yfir til tjóns fyrir stóran hluta þeirra sem játa Múhameðstrú auk þess að ógna öryggi fólks nánast hvar sem er í heiminum. Vegna sjálfhverfu vestrænna fréttamiðla hafa margir fengið það á tilfinninguna að okkur á Vesturlöndum stafi aðallega ógn af íslamistunum og flestir þeir sem áður tilheyrðu vinstri flokkum sem hafa verið í andstöðu við Bandaríkin og NATO fundu þá kærkomna skýringu á þessu, en hún er sú að hryðjuverkin og hatur íslamistanna á Vestur- löndum einkum Bandaríkjunum og öllu sem við stöndum fyrir sem kristið fólk, stafi af því að Bandaríkin og sum Evrópuríki hafi farið með hernaði á hendur ríkjum í Mið-Austur- löndum og þetta sé afleiðing þess. Sú skýring heldur þó lítt þegar það er skoðað í fyrsta lagi að öðrum múslimum stafar mun meiri hætta af öfgafulla íslamism- anum en nokkru sinni okkurá Vesturlöndum. Mun fleiri og mannskæðari hryðjuverk eru framin í Mið-Austurlöndum, Afríku og víða í Asíu en í Evrópu eða Bandaríkjunum. Hryðju- verk fslamista annarsstaðar en í Evrópu og Bandaríkjunum fangar hins vegar sjaldnast athygli sjálfhverfra vestrænna fréttamiðla og fréttafólks. Þarfyrir utan gætu auknar frásagnir af morðæði þessa hóps heildar- hyggjufólks þ.e. öfgafullu íslamistanna raskað þeirri heimsmynd sem öfgavinstrið vill byggja upp í vestrinu þ.e. að þetta sé allt Bandaríkjunum að kenna. Sumir ganga þó enn lengra og hópur fólks í Evrópu og Bandaríkjunum aukfólks í Araba- ríkjunum skírskotar ítrekað til krossferðanna sem orsök þess hildarleiks sem þjóðir heims há nú við íslamistanna. Sú skírskotun er vægast sagt ótrúleg. Með sama hætti mætti þá afsaka hvaða herhlaup ítala, Spánverja, Möltubúa, Grikkja o.fl. o.fl. gegn múslimska heiminum, en þessar þjóðir máttu um alda- bil þola ítrekuð rán, hernám, nauðganir og morð múslimskra sjóræningja og múslima- ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.