Þjóðmál - 01.06.2016, Page 94

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 94
landa. Væri það tækt fyrir einhverja Pólverja og Austurríkismenn að afsaka hugsanleg hermdarverk íTyrklandi með skírskotun til umsátursTyrkja umVín á 17.öld. Sú skírskotun er þó 400 árum nær í núinu en krossferðirnar sem vafasamir söguskýrendur nefna sem orsök hins öfgafulla íslam. í bók sinni „Islam den 71.landeplage" rekur höfundur ýmis þessi atriði og sýnir fram á það þó oftast í framhjáhlaupi hvað þessi sjónarmið sem sett eru fram til afsökunarfyrir framferði eða til skýringar á öfga íslam eru fráleitar og andstæðar rökhugsun. Af hverju valdi Hege Storhaug bók sinni þetta nafn. Það hefur skírskotun til atriða í nútímasögu Noregs, en vinstri maðurinn Arnulf Öveland sem var harður andstæðingur nasista í síðari heimstyrjöld og var í fangelsi í Noregi stóran hluta stríðsáranna vareinnig mikill andstæðingurnorsku kirkjunnarog skrifaði bókina„Kristendommen den 70. landeplage". Þar setti Arnulf Öveland fram þá skoðun að óhæfilega sterk staða kirkjunnar í norsku þjóðlífi væri til skaða fyrir norskt samfélag. Arnulf Öveland var hófsamur vinstri maðurog barðist gegn öfgum. Hann taldi vera fólgnar ákveðnar öfgar í því sem hann talaði um sem klerkaræði í Noregi. Á sama tíma var Öveland harður and- stæðingur kommúnismans og varaði við hættunni á heimsyfirráðastefnu þeirra og kom m.a til íslands til að flytja erindi um nauðsyn þess að ísland væri í Nato og mikil- vægi sameinaðra varna Vesturlanda til að sporna gegn útþenslu kommúnismans sem Öveland taldi vera grein af sama meiði og nasismann. Vinstri konan Hege Storhaug velur bók sinni þetta nafn þar sem hún telur að hin nýja heildarhyggja sem komi fram í íslam í dag sé skaðleg lýðræði, málfrelsi og mannréttindum eins og við þekkjum þau. Hún talar ekki af vanþekkingu um íslam helduraf þekkingu. Hún hefur kynnt sér íslam í þaula og dvald- ist m.a. í Pakistan í því skyni í 2 ár. í bókinni gerir hún grein fyrir hvað Pakistan hafi breyst til hins verra á þeim 20 árum sem eru liðin frá því að hún var þar. Þá segist hún nánast hafa getað farið um allt í sínum vestræna klæðnaði. En nú sé það ekki lengur í boði íslamistarnir hafa náð þeim tökum í landinu að konum er ekki óhætt einum á ferð, hvað þá að þær séu ekki í klæddar með þeim hefðbundna hætti að hafa a.m.k. handklæði um höfuðið þegar þær fara út úr húsi. Stadreyndir eins og þær blasa við í bókinni fjallar höfundur í upphafi um tvær borgir Marseille í Frakklandi og Malmö í Svíþjóð, en þær borgir eiga það sameiginlegt að þar búa hlutfallslega flestir múslimar í viðkomandi löndum. Lýsing hennar á lífinu í hverfum Múhameðstrúarmanna eða frekar sjálfsprottnum gettóum er með þeim hætti að marga rekur í rogastans. Getur það verið að í Frakklandi sé hverfi eins og lýst er í bókinni að sé í Marseille og getur það verið að í sjálfri hinni margrómuðu Svíþjóð sé fólk í stórhættu, sem fer inn í ákveðin hverfi stórborga þar í landi sérstaklega í Malmö, þar sem hætta getur verið á að hrópað sé á fólk eins og höfund bókarinnar eða hvern annan sem er Ijós á hörund þessi ókvæðisorð: „Helvítis Svíi eða Helvítis Júði farðu burt við eigum þetta svæði". Ótrúlegt. Samt er þetta svona. Ótrúlegt líka að það skuli vera fleiri en 200 einstaklingar bara frá Gautaborg sem hafi farið að stríða í Sýrlandi og frak. Flestir með Isis. Þegar svo er komið er óvinurinn innan borgarmúranna. Ekki nóg með það. Innan sömu borgarmúra. í Vestur-Evrópu eru fjölmargir sem neita að horfa á þær staðreyndir að þessi óvinafagnaður sé innan borgarmúranna. Fólk sem heldur því fram að fjölmenning sé fólgin í því að hætta að borða svínakjöt og láta óátalin miðaldaviðhorf ( garð kvenna og samkynhneigðra. Þetta sama fólk bregst ókvæða við þegar aðrir en músl- imar vandræðast við samkynhneigða eða konur. Þetta er fólkið sem jafnvel gerir kröfur til að hafa fléttulista í kosningum og að konur sitji til jafns við karla í stjórnum í pólitík sem í atvinnurekstri. En þegar kemur að íslam þá eiga að gilda önnur lögmál. Miðaldaviðhorf til kvenna og réttinda þeirra og allt er það afasakað á grundvelli þess að það þurfi að 92 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.