Þjóðmál - 01.06.2016, Side 98

Þjóðmál - 01.06.2016, Side 98
DIGGING Seamus Heaney Grafið Þýðing:Jón Hjaltason 2016. Á milli fingra og þumals er penninn minn, þéttur sem þyssa. Neðan gluggans heyrast sargandi hljó hvar skófla urgar í grýttum jarðvegi. Faðir minn grefur er ég lít yfir lóð. Uns stritandi lendar í blóma beði bogra en rísa á ný fyrir tvennum áratug. Hokinn taktfast og sáning í veði, ergrafið varaf dug. Ótt við rekublaðið stígvél streðar strekkt að innan hné með vogarafli, og skarplega að rótum eggin neðar að leggja útsæðið var okkar kafli. Við dáðum kulda kartaflanna og styrk. Guð veit að sá gamli skar með skóflu, sköruglega rétt eins og hans gamli. Afi minn skar meira torf á einum degi en nokkur annar karl á Toner's engi. Ég færði honum mjólk í flösku á teigi, með fölskum tappa. Reis en ekki lengi hann tók einn sopa og féll á ný í sama far. Fimlega þeytandi eldiviði í stó yfir axlir. Hann gróf dýpra og skar eftir góðu torfi og nýtilegum mó. Lyktin frá kartöflu moldinni kæfandi er, af kubbum deigum fýla með rotnum keim. Lifandi rætur sífellt sækja í vöku að höfði mér, enga á ég skóflu til að fylgja görpum þeim. Á milli fingra minna og þumals munda ég pennann að vonum. Ég gref með honum! 96 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.