Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 11

Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 11
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 9 Þar ræður miklu stefna Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar og annarra vinstriflokka. Stefnan um þéttingu byggðar er fjandsamleg ungu fólki sem vill eignast sína fyrstu íbúð. Bjarni vék einnig að því að nú horfði til þess í fyrsta skipti í sögu Landsvirkjunar að ríkis­ sjóður fengi miklar arðgreiðslur af starfsemi hennar. Ekki væri mjög langt frá því að menn hefðu hreinlega haft áhyggjur af fjárhags­ stöðu Landsvirkjunar. Nú hefði fyrirtækið greitt mikið upp af skuldum, ráðist í nýjar virkjanir og fjölgað viðskiptavinum. Vill fjármálaráðherra að arður af orku­ vinnslunni verði lagður til hliðar í Þjóðarsjóð. Verður frumvarp um sjóðinn væntanlega flutt á þessu þingi. III. Í ágreiningi milli stjórnarflokkanna má greina línur milli ólíkra stjórnmálaskoðana, reistar á ágreiningi um hlutverk ríkisins andspænis framtaki einstaklinga. Að þessi ágreiningur skuli látinn bitna á sjúklingum með lengingu biðlista er óviðunandi. Línur eru ekki eins skýrar þegar litið er til deilu um annað mál sem borið hefur hátt undanfarið, það er hvort innleiða eigi hér svonefndan 3. orkupakka ESB. Línurnar eru meðal annars óljósar vegna þess að á liðnum vetri var efni þessara tilskipana ESB, hluta EES­samningsins, kynnt á alrangan hátt. Þessi ranga kynning leiddi meðal annars til þess að til ágreinings kom á landsfundi sjálfstæðismanna 16. til 18. mars 2018. Í ályktun fundarins um atvinnumál segir: „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara fram­ sali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“ Hver sá sem kynnir sér 3. orkupakkann hlýtur að spyrja sig hvernig unnt er að fella ákvæði hans undir tilvitnuðu orðin úr ályktun inni. Uppfærsla orkustefnu ESB af einu stigi á annað breytir í raun engu fyrir Ísland. Orða lagið í ályktuninni hefur verið notað sem hótun gegn þingmönnum flokksins. Oftúlkun á efni 3. orkupakkans og áhrifum hans fylgja gjarnan yfirlýsingar sem fela í sér hótun um að berjast fyrir úrsögn úr EES verði pakkinn innleiddur. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála­, iðnaðar­ og nýsköpunarráðherra, hafa boðað framlagningu innleiðingarmála vegna 3. orkupakkans á þingi í vetur. Verður að vona að þingmenn verði þá upplýstari um málið en landsfundarfulltrúar voru um miðjan mars 2018. Innleiðing þessa EES­texta hefur ekki í för með sér nein þáttaskil í samskiptum Íslands og ESB. Meginfirra sumra andstæðinga innleiðingar­ innar er að hún skyldi Íslendinga til að setja hér í samband sæstreng til flutnings raforku til ESB. Það þurfi ekki einu sinni fyrir fram samþykki íslenskra stjórnvalda til að ráðist sé í að leggja sæstrenginn. Tenging Íslands við evrópska raforkunetið er eðlilega forsenda þess að ákvæði í 3. orkupakkanum um aðild að sameiginlega evrópska raforku kerfinu verði virk. Ekkert gerist sjálfkrafa í því efni. Fastur liður í umræðum á alþingi um ríkisfjármál undir forystu sjálfstæðismanns er að minna hann á gamalt kjörorð flokksins: Báknið burt! Frá því að það var kynnt til sögunnar á áttunda áratugnum hefur alltaf verið til þess vitnað við framlagningu fjárlagafrumvarps sjálfstæðismanns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.