Þjóðmál - 01.09.2018, Page 13

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 13
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 11 11. júlí 2018: Umboðsmaður alþingis segir að við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkur borg skorti aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verði túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. 15. júlí 2018: Mannréttinda­ og lýðræðisráð borgarinnar samþykkir að öll salerni starfsfólks í stjórn­ sýsluhúsum Reykjavíkurborgar skuli gerð ókyngreind frá og með haustinu í and­ stöðu við 22. gr. reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá árinu 1995. 31. júlí 2018: Umboðsmaður borgarbúa telur að betur hafi mátt huga að undirbúningi ákvörðunar menningar­ og ferðamálaráðs um útleigu á Iðnó. Ákvörðun ráðsins um útleigu á Iðnó var „ekki fyllilega í samræmi við sjónarmið um vandaða stjórnsýslu­ hætti“ að mati umboðsmannsins. Eins og sjá má gerðist sjálfur umsjónarmaður stjórnsýslunnar brotlegur við lög samkvæmt dóminum frá 5. júní. Dómurinn hefur dregið dilk á eftir sér því að svo virðist sem skrifstofu­ stjóri borgarstjóra og borgarritara sætti sig ekki við niðurstöðuna og haldi áfram að sækja að viðkomandi undirmanni sínum. Þegar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið­ flokksins, tók málstað undirmannsins stökk skrifstofustjórinn upp á nef sér og varð það til opinbers ágreinings á vettvangi borgarráðs. Áður, eftir fyrsta borgarstjórnarfundinn 19. júní, gerðist sá einstæði atburður að annar skrifstofustjóri í Ráðhúsinu, að þessu sinni sá sem sinnir málefnum borgarstjórnar, klagaði borgarfulltrúa fyrir ræður þeirra á borgarstjórnarfundinum og gaf til kynna að hann ætlaði að senda bréf til siðanefndar sveitarfélaganna og kvarta undan ræðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í borgarstjóratíð Jóns Gnarrs og Dags B. Eggertssonar hefur skapast það andrúmsloft innan ráðhússins að eðlilegt er talið að embættismenn komi í stað kjörinna fulltrúa og nú að þeir setji meira að segja ofan í við minnihlutann í borgarstjórn á opinberum vettvangi. Áður fyrr fór aldrei á milli mála að borgarstjórinn ætti síðasta orðið innan borgar kerfisins og kæmi fram sem slíkur. Þetta breyttist þegar Jón Gnarr náði kjöri í embættið og reyndist afkastalítill og stefnu­ laus. Dagur B. lætur sjaldan ná í sig fari eitthvað úrskeiðis við stjórn borgarinnar. Upplýst er að breytingin á Hlemmi í Mathöll sem Reykjavíkurborg kostar kallar á 308 milljónir króna frá útsvarsgreiðendum í stað 107 milljóna króna miðað við áætlun. Breyting á bragga við Nauthólsvík sem átti að kosta 158 milljónir króna samkvæmt áætlun kostaði reykvíska útsvarsgreiðendur 415 milljónir króna. „Því er nú haldið fram að dýrasti braggi veraldar sé í Nauthólsvík,“ sagði í Staksteinum Morgunblaðsins. Þegar málið var fyrst rætt hjá borginni var talið að endurgerð braggans kostaði 41 milljón króna. Þessi tvö dæmi ásamt niðurstöðum í stjórn­ sýslumálunum sýna stjórnleysið undir forystu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur sjaldan ná í sig fari eitthvað úrskeiðis við stjórn borgarinnar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.