Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 13

Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 13
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 11 11. júlí 2018: Umboðsmaður alþingis segir að við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkur borg skorti aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verði túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. 15. júlí 2018: Mannréttinda­ og lýðræðisráð borgarinnar samþykkir að öll salerni starfsfólks í stjórn­ sýsluhúsum Reykjavíkurborgar skuli gerð ókyngreind frá og með haustinu í and­ stöðu við 22. gr. reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá árinu 1995. 31. júlí 2018: Umboðsmaður borgarbúa telur að betur hafi mátt huga að undirbúningi ákvörðunar menningar­ og ferðamálaráðs um útleigu á Iðnó. Ákvörðun ráðsins um útleigu á Iðnó var „ekki fyllilega í samræmi við sjónarmið um vandaða stjórnsýslu­ hætti“ að mati umboðsmannsins. Eins og sjá má gerðist sjálfur umsjónarmaður stjórnsýslunnar brotlegur við lög samkvæmt dóminum frá 5. júní. Dómurinn hefur dregið dilk á eftir sér því að svo virðist sem skrifstofu­ stjóri borgarstjóra og borgarritara sætti sig ekki við niðurstöðuna og haldi áfram að sækja að viðkomandi undirmanni sínum. Þegar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið­ flokksins, tók málstað undirmannsins stökk skrifstofustjórinn upp á nef sér og varð það til opinbers ágreinings á vettvangi borgarráðs. Áður, eftir fyrsta borgarstjórnarfundinn 19. júní, gerðist sá einstæði atburður að annar skrifstofustjóri í Ráðhúsinu, að þessu sinni sá sem sinnir málefnum borgarstjórnar, klagaði borgarfulltrúa fyrir ræður þeirra á borgarstjórnarfundinum og gaf til kynna að hann ætlaði að senda bréf til siðanefndar sveitarfélaganna og kvarta undan ræðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í borgarstjóratíð Jóns Gnarrs og Dags B. Eggertssonar hefur skapast það andrúmsloft innan ráðhússins að eðlilegt er talið að embættismenn komi í stað kjörinna fulltrúa og nú að þeir setji meira að segja ofan í við minnihlutann í borgarstjórn á opinberum vettvangi. Áður fyrr fór aldrei á milli mála að borgarstjórinn ætti síðasta orðið innan borgar kerfisins og kæmi fram sem slíkur. Þetta breyttist þegar Jón Gnarr náði kjöri í embættið og reyndist afkastalítill og stefnu­ laus. Dagur B. lætur sjaldan ná í sig fari eitthvað úrskeiðis við stjórn borgarinnar. Upplýst er að breytingin á Hlemmi í Mathöll sem Reykjavíkurborg kostar kallar á 308 milljónir króna frá útsvarsgreiðendum í stað 107 milljóna króna miðað við áætlun. Breyting á bragga við Nauthólsvík sem átti að kosta 158 milljónir króna samkvæmt áætlun kostaði reykvíska útsvarsgreiðendur 415 milljónir króna. „Því er nú haldið fram að dýrasti braggi veraldar sé í Nauthólsvík,“ sagði í Staksteinum Morgunblaðsins. Þegar málið var fyrst rætt hjá borginni var talið að endurgerð braggans kostaði 41 milljón króna. Þessi tvö dæmi ásamt niðurstöðum í stjórn­ sýslumálunum sýna stjórnleysið undir forystu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur sjaldan ná í sig fari eitthvað úrskeiðis við stjórn borgarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.