Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 15
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 13
Bandaríski seðlabankinn
kemur til bjargar
Þann 9. ágúst 2017 kom fréttatilkynning frá
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar
sem því var lýst yfir að fjármálakrísuna 2008
mætti fyrst og fremst rekja til fasteignalána í
Bandaríkjunum sem hefðu valdið efnahags
samdrættinum í Evrópu. Tímasetning frétta
tilkynningarinnar er merkileg fyrir þær sakir
að tíu árum fyrr upp á dag, 9. ágúst 2007,
komu fram fyrstu vísbendingar þess efnis að
efnahagshrunið væri ekki staðbundið heldur
alþjóðlegur vandi. Það var þegar franski
bankinn BN Paribas tilkynnti að hann myndi
frysta fjárfestingarsjóði hjá sér vegna áhættu
er tengdist fjárfestingum þeirra í banda
rískum skuldabréfum, og um svipað leyti
neyddist Seðlabanki Evrópu (ECB) til að setja
130 milljarða Bandaríkjadala inn í evrópska
bankakerfið.
Vandinn var vissulega ekki aðeins bundinn
við skuldabréf tengd fasteignalánum í Banda
ríkjunum því ýmis heimatilbúin vanda mál
voru til staðar í Evrópu, eins og húsnæðis
bólan á Írlandi og Spáni og ósjálfbær skulda
staða ríkissjóðs í löndum eins og Grikklandi
og Ítalíu. Þessu til viðbótar hafði safnast upp
gífurleg gjaldeyrisáhætta í eignasöfnum
margra evrópskra banka sem höfðu safnað
verulegum skuldum í erlendri mynt. Að mati
BIS hefðu evrópskir bankar þurft að fjárma
gna allt upp í 1,2 billjónir Bandaríkjadala til
að loka þeirri gjaldeyrisskekkju sem hafði
myndast á efnahagsreikningum þeirra – í
eðlilegu umhverfi hefðu bankarnir getað
endurfjármagnað sig á millibankamarkaði en
á árinu 2008 var sá markaður nánast lokaður.
Seðlabankinn í Bandaríkjunum áttaði sig á
þessum vanda og óttaðist að evrópskir
bankar myndu selja bandarískar eignir á
bruna útsölu til að mæta skuldbindingum
sínum áður en langt um liði.
Á bak við tjöldin hóf því bandaríski seðla
bankinn að útbúa björgunarpakka til að
tryggja fjármögnun til þeirra banka. Seðla
bankinn í Bandaríkjunum var því í raun
skyndilega orðinn lánveitandi til þrautavara
fyrir aðra erlenda seðlabanka í heiminum og
sem dæmi fékk evrópski seðlabankinn nær
2,5 billjóna Bandaríkjadala lánalínu frá seðla
banka Bandaríkjanna. Þótt farið hafi verið
leynt með þá lánveitingu á sínum tíma má
þakka þeirri lánafyrirgreiðslu sem evrópska
seðlabankanum bauðst frá bandarískum
kollegum sínum það að fjármála kreppan
varð ekki enn dýpri og enn alvarlegri en
raunin varð, og þá einkum í Evrópu. Evrópski
seðlabankinn var ekki sá eini sem nýtti sér
lánalínu Bandaríkjanna heldur einnig þrettán
aðrir seðlabankar.
Hins vegar hafnaði bandaríski seðlabankinn
tveimur umsækjendum um fyrirgreiðslu,
hverjir það voru hefur ekki verið gefið upp
en íslenski seðlabankinn er þó annar þeirra.
Tvívegis leitaði íslenski seðlabankinn til
hins bandaríska um gerð gjaldeyrisskipta
samninga á árinu 2008. Seðlabankanum var
hafnað í bæði skiptin og rökstuðningurinn
var sá að fjármálakerfið væri allt of stórt og
slíkir samningar myndu ekki skila tilætluðum
árangri .
Það sem er áhugavert við þessa sögu er ekki
aðeins að enn er deilt um hvar fjármálakrísan
hófst heldur einnig að ýmsum aðgerðum
var verið að beita bak við tjöldin sem fyrst
nú eru að koma fram, aðgerðir sem voru til
þess fallnar að lágmarka skaðann og gegndi
bandaríski seðlabankinn þar mikilvægu
hlutverki. Margir hagfræðingar, þar á meðal
Paul Krugman, spáðu því að Bandaríkjadalur
myndi missa stöðu sína sem einn mikil vægasti
forðagjaldmiðill í heimi og hrynja í virði. Það
gerðist þó ekki heldur þvert á móti – staða
dollarans hefur styrkst eftir krísuna.