Þjóðmál - 01.09.2018, Side 17

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 17
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 15 Gjaldeyrisforðinn var hins vegar skuldsettur svo að gjaldeyrisstaðan var þröng, þar sem ekki var hægt að tefla forðanum í tvísýnu og vextir á gjaldeyrislánum ríkisins voru nokkuð háir. Upphaflega voru gjaldeyrisútboð haldin til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi og þar með bræða hina svokölluðu snjóhengju . Fljótlega upp úr 2011 fór hag­ kerfið að braggast, ferðaþjónustan fór að taka við sér og gjaldeyrisstaðan batnaði til muna. Skyndilega gat Seðlabankinn sjálfur safnað í óskuldsettan gjaldeyrisforða og greitt niður hin erlendu gjaldeyrisforðalán sem tekin voru nokkrum árum fyrr. Viðsnúningur í hagkerfinu í kjölfarið var lygilegur á alla mælikvarða, sem birtist hvað skýrast í því að landsframleiðslan, sem dróst saman um 10% fyrstu þrjú árin eftir hrunið, var einungis fimm ár að vinna upp það tap. Í dag er landsframleiðslan ríflega 15% hærri að raunvirði en þegar hún reis hæst fyrir fjármálakrísuna. Þá hefur hrein erlend skulda­ staða tekið u­beygju og eru Íslendingar í dag hreinir lánveitendur til útlanda, sem er einstakt í íslenskri hagsögu. Hvaða lærdóm má draga? Þann árangur sem hefur náðst má rekja til ýmissa þátta. Fyrst ber að nefna viðbrögð stjórnvalda í kjölfar hrunsins. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að setja hér á neyðarlög og fjármagnshöft lagði grunninn að því að íslenskir skattgreiðendur tóku ekki á sig byrðar vegna falls bankanna. Með neyðar­ lögunum voru innistæður gerðar að forgangs­ kröfum, sem fól í sér millifærslu 1.400 milljarða króna millifærslu frá almennum kröfuhöfum bankanna til innistæðueigenda. Fjármagnshöftin stuðluðu að tímabundnum stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem skapaði það svigrúm sem þurfti til að finna lausn á snjóhengjuvandanum og uppgjöri við kröfu­ hafa föllnu bankanna. Komið var þannig í veg fyrir að útgreiðslur kröfuhafa myndu rýra lífskjör Íslendinga. Þá höfnuðu stjórnvöld því að ríkisábyrgð væri á hollenskum og breskum Icesave­reikningum og staðfesti EFTA þann dóm í ársbyrjun 2013. Í öðru lagi ber að nefna farsæla samninga sem náðust að lokum við kröfuhafa í júní 2015 sem í kjölfarið gerðu stjórnvöldum kleift að afnema útflæðishöft að fullu tveimur árum síðar, þó að enn séu hér innflæðishöft sem skautað verður framhjá að sinni. Í þriðja lagi varð áfangastaðurinn Ísland skyndilega verðmætt vörumerki og að hluta til á krónan sinn þátt í því, þar sem veiking krónunnar efldi samkeppnisstöðu útflutningsgreina á mikilvægum tímapunkti. Ferðaþjónustan fór úr því að vera krúttleg lítil atvinnugrein í að vera ein stærsta útflutnings­ grein landsins á nokkrum árum. Þessi nýja útflutningsgrein hefur skilað gífurlegum verðmætum til þjóðarbúsins og gegnt lykilhlutverki í að endurheimta lífskjör Íslendinga. Á sama tíma hefur íslenskur sjávarútvegur eflst og er fyrirmynd margra annarra ríkja varðandi veiðar og vinnslu. Þjóðhagslegt mikilvægi útflutningsgreina er óumdeilt og ef einhvern lærdóm á að draga af núverandi hagsveiflu er það sú staðreynd að velferð okkar Íslendinga byggir á vexti útflutningsgreina. Viðsnúningur í hagkerfinu í kjölfarið var lygilegur á alla mælikvarða, sem birtist hvað skýrast í því að landsframleiðslan, sem dróst saman um 10% fyrstu þrjú árin eftir hrunið, var einungis fimm ár að vinna upp það tap. Í dag er landsframleiðslan ríflega 15% hærri að raunvirði en þegar hún reis hæst fyrir fjármálakrísuna.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.