Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 21
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 19
öllum innistæðum írskra banka. Það leiddi
til þess að peningar hættu að flæða úr írska
bankakerfinu og fjárstreymið snerist við. Því
voru góð ráð dýr hjá öðrum Evrópulöndum,
sem hvert af öðru ákváðu að fylgja þessu
vafasama fordæmi, því ellegar stæðu þau
frammi fyrir fjármagnsflótta. Eftir stendur
evrópskt bankakerfi sem féll ekki en er
gríðar lega stórt og veikburða og gnæfir yfir
öll þök í áhættu. Íslendingar tóku hins vegar
réttar ákvarðanir að þessu leyti, því þeir áttu
ekki annarra úrkosta völ.
Þegar í harðbakkann slær þarf oft að taka
sársaukafullar ákvarðanir sem til skamms
tíma eru óvinsælar en eru skynsamlegar til
lengri tíma. Stjórnmálamenn og embættis
menn eru almennt ólíklegir til að taka slíkar
ákvarðanir þegar fjármálakerfi verða fyrir
áföllum, því afleiðingar áfallanna eru svo
víðtækar. Ráðamenn hafa meiri hvata til að
fresta vandanum en að taka á honum. Á
þetta hefur Mervyn King, fyrrverandi seðla
bankastjóri Bretlands, m.a. bent í umfjöllun
sinni um fjármálakreppuna.
Hvað tapast við gjaldþrot
Strax í Verslunarskólanum hlaut ég fræðslu
um gjaldþrot. Mér eru minnisstæð eftir farandi
ummæli kennarans, Friðriks Eysteinssonar:
Við gjaldþrot eru framleiðslutæki, starfsmenn
og viðskiptavinir enn til staðar. Hins vegar
glatast „stjórnunarhæfileikar“. Farið hefur fé
betra. Það getur verið eina leiðin til að koma
breytingum fram á stjórnun fyrirtækja að
setja þau í þrot. En fyrst allt annað stendur
eftir er opnað fyrir nýja stjórnendur með
meiri hæfileika til að koma að málum. Það
er jákvætt. Gjaldþrot eru því eðlileg í
markaðs hagkerfi og leið til þess að bæta
stjórnun, sem aftur minnkar sóun, eykur
verðmætasköpun og þar með lífsgæði.
Hjá hinu opinbera er málum því miður
sjaldnast háttað á þennan veg. Þá er bara
seilst lengra ofan í vasa almennings ef endar
nást ekki saman í rekstri. Almenningur þolir
takmarkað af slíkum rekstri án þess að
lífs kjörin hrynji.
Kristindómur án helvítis
Kyle Bass, fjárfestir í Texas, sem varð hvað
frægastur fyrir að sjá fyrir hrun undirmálslána,
segir að markaðshagkerfi án gjaldþrota sé
eins og kristindómur án helvítis. Þá sé búið
að taka í burtu hvatann til að standa sig, sem
leiði af sér algera óreglu.
Annar mætur maður, Eugune Fama,
hagfræði prófessor í Chicago og nóbels
verðlaunahafi, er á sama máli og er algerlega
mótfallinn því að ríkið gangist í ábyrgð fyrir
fjármálafyrirtæki eða fyrirtæki yfir höfuð.
Hann segir að kapítalismi með ríkisábyrgð sé
alger öfugþróun. Þessi vísdómur á jafnt við
um gjaldþrot fjármálafyrirtækja og annarra
fyrirtækja á markaði.
Reynsla okkar Íslendinga við fall íslensku
bankanna árið 2008 er sönnun þess. Allt
tal um nauðsyn þess að hafa lánveitanda
til þrautavara í fjármála kerfinu á ekki rétt
á sér samkvæmt reynslu okkar Íslendinga.
Ýmsir virðast þó við sama heygarðshornið,
samanber skýrslu sem gerð var fyrir forsætis
ráðuneytið frá 5. júní um framtíð íslenskrar
peningastefnu. Þar er því slegið upp sem
forsendu að lánveitandi til þrautavara sé til
staðar á íslenskum fjármála markaði.
Bankakerfið eftir hrun var nánast alfarið
í eigu erlendra aðila. Hvað vit var í því að
íslenskur almenningur gengist í ábyrgð fyrir
slíkt kerfi? Enginn virtist spyrja sig þessarar
einföldu en sjálfsögðu spurningar.
Svarið liggur í augum uppi ætli Íslendingar
á annað borð að draga lærdóm af biturri
reynslu sinni frá hruninu 2008. Í þróuðu
lýðræðisríki á ekki að treysta á embættis og
stjórnmálamenn þegar taka þarf erfiðar
ákvarðanir undir gríðarlegri tímapressu. Við
höfum tvö dæmi um afleitar ákvarðanir af
þessu toga.
6