Þjóðmál - 01.09.2018, Page 24

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 24
22 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Lokaorð Það er ótrúlegt, en tæpum þrjátíu árum eftir fall Berlínarmúrsins og algert hrun sósíal ismans eru enn aðilar sem trúa því að mikil ríkis­ umsvif séu góð. Þeir hinir sömu vilja afgreiða fjármálakreppuna sem gekk yfir heims­ byggðina árið 2008 sem hrun kapítal ismans. Veruleikinn er hins vegar sá að á síðustu 10 árum hefur yfir einn milljarður manna á heimsvísu færst úr lágstétt yfir í millistétt og á næsta áratug er því spáð að það verði tveir milljarðar sem færist upp á við – flestir þeirra í löndum sem áður studdust við sósíalisma. Heimurinn er því að taka stór stígum fram­ förum, þrátt fyrir tímabundin áföll. Ísland er mjög vel statt efnahagslega. Við núverandi aðstæður þegar rætt er um að ferðaþjónustan standi höllum fæti, 10 árum eftir efnahagshrunið, ber að líta til þessa. Innviðir ferðaþjónustunnar eru samgöngur. Þar ber Flugstöð Leifs Eiríkssonar hæst. Hún er ekki að fara neitt. Þar hefur verið biðlisti eftir lendingarleyfum í nokkur ár. Flug yfir Atlantshafið hefur aukist um 10% á hverju ári þótt hvergi sé verið að leggja nýja flugvelli, sem þýðir einfaldlega að eftirspurn eftir því að fljúga um Ísland eykst. Lærum af sögunni. Lærum af hruninu á 10 ára afmæli þess. Treystum ekki á inngrip ríkisins. Förum að gildandi lögum og látum aga þeirra duga. Höfundur er hagfræðingur. mbl.is 200milur.is Við erum ekki í okkar fyrsta túr Allar fréttir og upplýsingar um sjávarútveginn á einum stað

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.