Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 27

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 27
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 25 Rykið sem þyrlaðist upp við fall bankanna var lengi að setjast. Nokkur ár tók að gera greiningar á erlendri stöðu þjóðarbúsins og á greiðslujöfnuði, sem þurfti til við losun fjármagnshafta. Fyrsta ítarlega greiðslujafnaðargreiningin var gerð árið 2014, en aðferðafræðin hafði þá verið þróuð í samstarfi við Alþjóða gjaldeyris­ sjóðinn. Endanleg greining á greiðslujafnaðar­ áhrifum af skuldaskilum föllnu bankanna lá fyrir snemma árs 2015, rúmum sex árum eftir að fjármagnshöft voru sett á. Kylfan og gulrótin Fljótlega eftir fall bankanna varð ljóst að staða Íslands væri án fordæma. Það fé sem fast var innan hafta var mun meira, sem hlutfall af landsframleiðslu, en þekkst hafði í öðrum löndum sem upplifað höfðu greiðslu­ jafnaðarvanda og neyðst til að innleiða fjármagnshöft. Samanlagt var fall bankanna annað stærsta gjaldþrot fyrirtækis í heiminum samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Moody‘s. Þessi fordæmalausa staða kallaði á óhefðbundnar aðgerðir. Aðgerðir sem ekki höfðu verið reyndar annars staðar og voru ekki hluti af verkfærakistu alþjóða­ samfélagsins. Viðbrögð við falli bankanna voru óhefðbundin og má nefna setningu neyðarlaganna og fjármagnshöftin sem dæmi um það. Framan af var reynt að beita hefðbundnum viðurkenndum aðferðum við lausn mála og má nefna Icesave­samninga sem dæmi um það. Hin hefðbundnu ráð áttu hins vegar ekki við í hinum óvenjulegu aðstæðum. Stöðugleikaskilyrðin og stöðugleikaskattur sem kynnt voru opinberlega í júní 2015 voru sannarlega óhefðbundnar aðgerðir. Stöðug­ leikaskilyrðin voru þrjú talsins. Í fyrsta lagi voru bein framlög til ríkissjóðs, svo kölluð stöðugleikaframlög. Í öðru lagi þurftu föllnu bankarnir að fjármagna nýju bankana í erlendum myntum til langs tíma, en það var mikilvægt til að fjármagna mögulegt útflæði við losun hafta. Í þriðja lagi þurfti að greiða til baka það fé sem hið opinbera hafði lánað nýju bönkunum við stofnun þeirra árið 2008. Með þessum aðgerðum má segja að hjálpar­ dekkin hafi verið tekin af fjármálakerfinu. Í viðtali við DV árið 2016 sagði Lee C. Buchheit að framsal eigna til ríkisins upp á hundruð milljarða væri einstakt tilfelli og að niður­ staðan væri fordæmalaus í alþjóðlegri fjármálasögu. Stöðugleikaframlögin námu um 20% af landsframleiðslu og stöðugleika­ skilyrðin þrjú skiluðu ávinningi fyrir þjóðar­ búið langt umfram það. Afrakstur ríkissjóðs og Seðlabanka nemur hátt í 600 milljörðum króna nú þegar en fyrstu hugmyndir kröfu­ hafa voru samtals upp á um 150 milljarða. Viðsnúningurinn lét ekki á sér standa. Erlend staða þjóðarbúsins fór úr því að vera neikvæð um nærri 8.000 milljarða króna í að vera jákvæð um 10% af landsframleiðslu, í fyrsta sinn síðan mælingar hófust og mögulega í fyrsta sinn síðan land var numið árið 874. Þessi stefnumótun, um að taka ekki á sig skuldir einkaaðila, reyndist farsæl og dæmi um óvenjuleg en skynsamleg viðbrögð. Óvenjuleg með hliðsjón af því að önnur ríki fóru þá leið að bjarga bönkum eða taka á sig aðrar skuldbindingar og koma með því móti í veg fyrir frekari röskun á mörkuðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.