Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 27
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 25
Rykið sem þyrlaðist upp við fall bankanna
var lengi að setjast. Nokkur ár tók að gera
greiningar á erlendri stöðu þjóðarbúsins
og á greiðslujöfnuði, sem þurfti til við losun
fjármagnshafta.
Fyrsta ítarlega greiðslujafnaðargreiningin var
gerð árið 2014, en aðferðafræðin hafði þá
verið þróuð í samstarfi við Alþjóða gjaldeyris
sjóðinn. Endanleg greining á greiðslujafnaðar
áhrifum af skuldaskilum föllnu bankanna lá
fyrir snemma árs 2015, rúmum sex árum eftir
að fjármagnshöft voru sett á.
Kylfan og gulrótin
Fljótlega eftir fall bankanna varð ljóst að
staða Íslands væri án fordæma. Það fé sem
fast var innan hafta var mun meira, sem
hlutfall af landsframleiðslu, en þekkst hafði í
öðrum löndum sem upplifað höfðu greiðslu
jafnaðarvanda og neyðst til að innleiða
fjármagnshöft. Samanlagt var fall bankanna
annað stærsta gjaldþrot fyrirtækis í heiminum
samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu
Moody‘s. Þessi fordæmalausa staða kallaði
á óhefðbundnar aðgerðir. Aðgerðir sem
ekki höfðu verið reyndar annars staðar og
voru ekki hluti af verkfærakistu alþjóða
samfélagsins. Viðbrögð við falli bankanna
voru óhefðbundin og má nefna setningu
neyðarlaganna og fjármagnshöftin sem
dæmi um það.
Framan af var reynt að beita hefðbundnum
viðurkenndum aðferðum við lausn mála og
má nefna Icesavesamninga sem dæmi um
það. Hin hefðbundnu ráð áttu hins vegar ekki
við í hinum óvenjulegu aðstæðum.
Stöðugleikaskilyrðin og stöðugleikaskattur
sem kynnt voru opinberlega í júní 2015 voru
sannarlega óhefðbundnar aðgerðir. Stöðug
leikaskilyrðin voru þrjú talsins. Í fyrsta lagi
voru bein framlög til ríkissjóðs, svo kölluð
stöðugleikaframlög. Í öðru lagi þurftu föllnu
bankarnir að fjármagna nýju bankana í
erlendum myntum til langs tíma, en það var
mikilvægt til að fjármagna mögulegt útflæði
við losun hafta. Í þriðja lagi þurfti að greiða
til baka það fé sem hið opinbera hafði lánað
nýju bönkunum við stofnun þeirra árið 2008.
Með þessum aðgerðum má segja að hjálpar
dekkin hafi verið tekin af fjármálakerfinu. Í
viðtali við DV árið 2016 sagði Lee C. Buchheit
að framsal eigna til ríkisins upp á hundruð
milljarða væri einstakt tilfelli og að niður
staðan væri fordæmalaus í alþjóðlegri
fjármálasögu. Stöðugleikaframlögin námu
um 20% af landsframleiðslu og stöðugleika
skilyrðin þrjú skiluðu ávinningi fyrir þjóðar
búið langt umfram það. Afrakstur ríkissjóðs
og Seðlabanka nemur hátt í 600 milljörðum
króna nú þegar en fyrstu hugmyndir kröfu
hafa voru samtals upp á um 150 milljarða.
Viðsnúningurinn lét ekki á sér standa. Erlend
staða þjóðarbúsins fór úr því að vera neikvæð
um nærri 8.000 milljarða króna í að vera
jákvæð um 10% af landsframleiðslu, í fyrsta
sinn síðan mælingar hófust og mögulega í
fyrsta sinn síðan land var numið árið 874.
Þessi stefnumótun, um að taka ekki á sig skuldir einkaaðila, reyndist farsæl og
dæmi um óvenjuleg en skynsamleg viðbrögð. Óvenjuleg með hliðsjón af því
að önnur ríki fóru þá leið að bjarga bönkum eða taka á sig aðrar skuldbindingar
og koma með því móti í veg fyrir frekari röskun á mörkuðum.