Þjóðmál - 01.09.2018, Page 30

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 30
28 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Nú er liðinn áratugur frá því að allar helstu fjármálastofnanir landsins ýmist hrundu eða var ýtt fram af bjargbrúninni af hinu opinbera. Frá þeim tíma sem liðinn er hafa nær öll fyrirtæki landsins upplifað hæðir og lægðir í rekstri. Mörg fyrirtæki lentu í miklum erfið leikum, þurftu að hagræða, segja upp starfsfólki, selja eignir, sameinast öðrum fyrirtækjum eða hætta starfsemi. Það tók nokkurn tíma að koma fyrirtækjum í gegnum þvottavélina, eins og það var kallað þegar fyrirtæki fóru í gegnum fjárhagslega endur­ skipulagningu á árunum eftir hrun. Á seinni hluta tímabilsins hefur verið nokkur uppgangur. Atvinnuleysi er lítið sem ekkert, hagvöxtur er mikill, kaupmáttur hefur aukist, verðbólgunni hefur verið haldið í skefjum (þótt það geti hæglega breyst á næstunni) og allir þekkja uppgang ferðaþjónustunnar. Þá er vert að nefna að á þeim áratug sem liðinn er frá hruni hefur orðið til fjöldi nýrra starfa samhliða fjórðu iðn byltingunni. Gísli Freyr Valdórsson Eftirlitsiðnaður ríkisins blómstrar eftir hrun Greinaflokkur: Áratug eftir hrun Opinberir starfsmenn hafa mikla tilhneigingu til að fylgjast náið með hinum almenna borgara. Ef stjórnmálamenn stöðva ekki þá þróun mun eftirlitið bara aukast út í hið óendanlega.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.