Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 31

Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 31
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 29 Þó svo að allar hagtölur séu jákvæðar er nokkur spenna í hagkerfinu. Óraunhæfar kröfur lítils hóps innan verkalýðshreyfingar­ innar geta hæglega komið atvinnulífinu í uppnám enda hafa laun hækkað umtalsvert á undanförnum árum, ríkisútgjöld halda áfram að aukast (um rúman milljarð á viku sé miðað við nýlagt fjárlagafrumvarp) og gengi krónunnar heldur áfram að sveiflast. Þetta er aðeins rifjað upp í grófum dráttum til að minna á að bæði einstaklingar og fyrirtæki þurfa, ólíkt hinu opinbera, sífellt að laga sig að breyttum aðstæðum. Á góðæristímum er hægt að leyfa sér ýmislegt sem ekki var hægt áður, en þegar sverfir að þarf að bregðast við því með ýmsum hætti. Það væri til að æra óstöðugan að ætla sér að fara yfir öll eftirmál hrunsins, s.s. stjórnlagaráð og galnar kröfur um breytta stjórnar skrá og á annað hundrað breytingar á skattkerfinu (sem flestar fela í sér hækkun skatta), svo ekki sé minnst á þá sem hafa þrifist á því að viðhalda reiðinni og biturðinni sem einkennir svo margt í þjóðfélags umræð unni. Hér varð hrun er setning sem við höfum oft fengið að heyra síðastliðinn áratug og sjálfsagt verður hún mikið rifjuð upp nú í október. Ríkið blómstrar Sem fyrr segir þurfa bæði einstaklingar og fyrirtæki að bregðast við og sífellt að laga sig að breyttum aðstæðum. Það er ekkert annað í boði ætli menn sér að lifa af. Þetta á þó ekki við um ríkið; það er alltaf passað upp á ríkið. Starfsmönnum ríkisins fjölgaði um 1.500 í fyrra og ríkið greiðir nú hæstu meðallaun í landinu. Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram. Einn er sá iðnaður, ef þannig má að orði komast, sem hefur fengið að blómstra eftir hrun. Það er það sem kalla má eftirlitsiðnaður ríkisins. Á þeim áratug sem liðinn er frá hruni hefur ríkið stækkað, umsvif eftirlitsstofnana aukist, nýjar orðið til að viðbættum öllum þeim lögum og reglugerðum sem sett hafa verið til að gæta þess að hvorki einstaklingar eða fyrirtæki fari sér að voða – eða eitthvað þannig. „Stórfyrirtæki eiga sektir yfir höfði sér,“ var fyrirsögn sem blasti við lesendum á vef Ríkisútvarpsins í lok ágúst. Þar kom fram að aðeins 11% af stærstu fyrirtækjum landsins væru komin með svokallaða jafnlauna vottun. Jafnlaunavottun var lögfest í júní í fyrra og er markmið hennar sagt vera að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vottunin nær til allra fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri. Um 1.200 fyrirtæki í landinu uppfylla þau skilyrði. Fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn þurfa að vera komin með vottunina fyrir næstu áramót, ellegar eiga það á hættu að sæta dagsektum – 50 þúsund krónur á dag sem renna í ríkissjóð. Þetta eru um 130 fyrirtæki. Jafnlaunavottunin er að öllu leyti þvingandi aðgerð af hálfu hins opinbera en hún skapar vissulega störf fyrir þá sem ýmist starfa við mælingu og gerð staðla, að ónefndum þeim sem ætlað er að sinna eftirliti með þessu öllu saman, hinum opinberu starfsmönnum Jafn­ réttisstofu. Það var nær engin mótstaða við þetta frumvarp, sem kynnt var af Viðreisn en stutt af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Meira að segja Viðskiptaráð studdi þessa þvingandi aðgerð af hálfu ríkisins og hrósaði ríkinu fyrir að nálgast þetta viðfangsefni með svo „framsæknum hætti“, eins og það var orðað í umsögn ráðsins. Til að gæta sanngirni er rétt að geta þess að ráðið varaði við því að þetta gæti orðið fyrirtækjum kostnaðarsamt, en þar með er listi athugasemda kláraður. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Viðskiptaráð kolféllu á prófinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.