Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 40
38 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Áhersla á frjálslyndi og jafnréttismál
Aðspurður hvort að flokkurinn hafi lagað
sig að breyttum tímum í samskiptatamálum
segir Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið
með mesta virkni allra flokka á samfélags
miðlum í síðustu tvennum kosningum.
„Mér finnst við hafa sett stefnu okkar vel
fram, með einföldu og aðgengilegu efni. Að
því leytinu til höfum við staðið okkur mjög
vel. Ég tel þó að við getum almennt gert
betur í að koma skilaboðum okkar áleiðis,
og fá allt okkar fólk í lið með okkur,“ segir
Bjarni og bætir því við að þetta eigi ekki bara
við um skrifstofu flokksins og forystu hans,
heldur geti hver og einn ráðherra, þing og
sveitarstjórnarmenn gert sitt.
„Það þarf að flétta þessu saman við dagleg
störf stjórnmálamanna, að það verði hluti af
vinnunni að segja frá því sem við erum að
gera,“ segir Bjarni.
„Ég man eftir því að hafa átt samtal við
erlendan þingmann fyrir um áratug, sem
sagði mér að hún væri farin að nota Facebook
til að vera í samskiptum við fólk. Ég hafði þá
sjálfur lítið notað þann vettvang og ég man
það enn að mér fannst það ákveðið skref að
skuldbinda mig til þess. Ég gef mig ekki út
fyrir að vera sérfræðingur hér eða virkastur
stjórnmálamanna, ég er langt frá því, en á
þeim tíma sem liðinn er hefur maður þó áttað
sig á því að Facebook og allir þessir samskipta
miðlar eru mikilvægir en samt ófullnægjandi
sem eini vettvangurinn til þess að eiga í sam
skiptum. Hefðbundnir fjölmiðlar og tækifærin
sem í þeim felast skipta enn miklu máli.“
En hvað með skilaboðin sem flokkurinn sendir,
t.d. hvað varðar jafnrétti og frjálslyndi? Nú
hefur smáflokkurinn Viðreisn reynt að nota
þessi hugtök óspart, en hefur sá flokkur kannski
eitthvað til síns máls, t.d. hvað varðar frjáls
lyndi, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í
gegn mál eins og frjálsa sölu áfengis, svo tekið
sé dæmi, og virðist alltaf gefa afslátt af slíkum
málum þegar semja þarf um þinglok?
„Fyrst þú nefnir áfengisfrumvarpið verð ég
að segja að ég fann ekki mikla löngun frá
Viðreisn til að klára það mál þegar við vorum
með henni í ríkisstjórn,“ segir Bjarni.
„Það verður líka að segjast eins og er að það
var ekki einhugur um það mál í okkar röðum.
Í víðara samhengi sýnist mér að forysta
Viðreisnar og þingmenn hennar séu aðallega
í því að tala um frjálslyndi en það fari minna
fyrir tillögum og verkum. Svo er það spurning
í hverju fólk telur frjálslyndi felast. Mér þykir
það til dæmis ekki frjálslynd stefna að tala
stöðugt fyrir upptöku nýs gjaldmiðils eða
inngöngu í Evrópusambandið og þar með
flóknara regluverki og frekara framsali full
veldis. Það hefur einfaldlega ekkert með
frjálslyndi að gera. Það er líka ákveðin firra
þegar rætt er um landbúnaðinn að umræðan
þar snúist um að galopna fyrir niðurgreiddar
landbúnaðarvörur frá öðrum löndum – að
það sé gott því það sé svo mikið frjálslyndi.
Það er mikil einföldun. Ég hef lagt áherslu
á alvöru aðgerðir til að auka viðskiptafrelsi,
eins og að fella niður tolla og vörugjöld og
lækka skatta.“
„Mér finnst of algengt að menn leiti til gamalla slagorða eða baráttumála sem við
tilteknar aðstæður voru grunnur að góðum stuðningi. Það sem ég á við er að við
vinnum ekki stuðning með slagorðunum einum saman. Þetta er annað samfélag í
dag og aðrir kjósendur. Maður heldur ekki þræði í samtali við kjósanda nú með því
einu að rifja upp einhverja hluti sem gerðust fyrir einhverjum áratugum."